Villibráðakvöld Elliða

Villibráðakvöld Elliða

  • 22.09.2010

ið viljum vekja athygli þína á því að föstudaginn  22. október næstkomandi verður hið árlega villibráðarkvöld Kiwanisklúbbsins Elliða  haldið í Víkingasal Hótels Loftleiða.
•    Húsið er opnað  kl. 19.00 og  samkoman hefst stundvíslega kl. 20.15.
•    Raðað verður niður á borð .
Frábær matur er í boði.
•    Happdrætti með mjög góðum vinningum og úrvals skemmtiatriði.
•    Miðaverð er óbreytt,  aðeins  7500 kr.

Dagskrá kvöldsins verður þannig :

•    Forseti Elliða, Guðmundur Heiðar, setur samkomuna kl. 20.15.
•    Veislustjórn annast  Finnbogi G. Kristjánsson
•    Ólafur H. Ólafsson, Óli nikka,  leikur af fingrum fram.                
•    Forréttur verður borinn fram.
•    Dregið  í aðgöngumiðahappadrættinu.
•    Skemmtiatriði: Jóhannes Kristjánsson
•    Villibráðarhlaðborð                                 
•    Málverkauppboð
•    Uppboðshaldari  er Heimir Karlsson
•    Dregið í Elliðahappdrættinu.

Frekari uppýsingar veita:
Bragi G. Bjarnason, s.:557-1585
Grétar Hannesson, s. : 557-4381-gretrun@simnet.is
PállV. Sigurðsson, s.: 863-7057 –pvs@simnet.is

Matseðill
 

Chef de cuisine:
Kjartan Marinó Kjartansson

Súpa:            Villisveppasúpa
        
Forréttadiskur:    Bleikjutartar með límónu og eldpipar
            Andalifur og marineruð hörpuskel  með furusveppum
            Grafin hrefna með fíkju
            Reykt gæs með bláberjum
            Reyktur skarfur með malti og appelsínumAðalréttir:        Steikt skosk rjúpa (ef fáanleg)
            Fasanabringa með salvíu
            Steiktar villiandabringur í krækiberjasósu
            Aliönd frá Hornafirði með appelsínugljáa
            Lambainnralæri með blóðbergi og hvítlauk
            Gæsabringa með aðalbláberjum
            Eldsteiktar hreindýra-medalíur
            Skarfur með sítrusbættri gráðaostasósu

Meðlæti:        Smjörsteikt kartöflusmælki
            Gratinerðaðar kartöflur með kastaníu hnetum
            Hægelduð steinseljurót og sellerirót
            Gulrætur með hvítlauk og rósmarín
            Grænmetisblanda
            Sykurbrúnaðar kartöflur
            Kartöflusalat
            Eplasalat

Eftirréttir:        Bökuð ostaterta
            Epla- og kanilrúlla
            Marens hnallþóra með skógarberjum að hætti bakarans
            Skyrkaka með krækiberjum
            Tvær tegundir af ís
            Kaffi og konfekt
 
PRENTVÆN ÚTGÁFA KLIKKA HÉR