Galakvöld í Turninum

Galakvöld í Turninum

  • 21.09.2010

Fertugasta umdæmisþingi  Umdæmisins Ísland – Færeyjar lauk með glæsilegu galakvöldi á 20 hæð í Turninum í Kópavogi. Kvöldið hófst með glæsilegri móttöku og fordrykk, veislustjóri hafði verið skipaður Hjálmar Hjálmarsson bæjarfulltrúi næstbesta flokksins í Kópavogi ,en Hjálmar veiktist og hljóp annar góður bæjarfulltrúi í skarðið Samúel Örn íþróttafréttamaður með meiru.
Í borðhaldi var boðið upp á kremaða humarhalasúpu með léttþeyttum rjóma í forrétt, í aðalrétt var Lambarifja með krydduðum lambaskanka, madeirasósu, kremuðum sveppum og fontant kartöflum. Eftirrétturinn var ekki af lakara taginu að Frönsk súkkulaðikaka með pistasíuís og berjasalsa, og var maturinn hjá Sigurði Gíslasyni og hanns fólki hreint út sagt frábær. Síðan tóku við ávörp og m.a fengu erlendu gestirnir að gjöf hvíta gæru sem er árituð af öllum þingfulltrúum. Að venju voru veittar viðurkenningar og þar ber helst að nefna

Fjölgunarbikarinn fékk Sólborg úr Hafnarfirði
Jörfi athyglisverðasta fjáröflunarverkefnið
Elliði athyglisverðasta styrktarverkefnið
og Keilir fékk fjölmiðlabikarinn

Eftirfarandi klúbbar hlutu viðurkenningar fyrirmyndarklúbbs
Sólborg
Jörfi
Höfði
Þyrill
Helgafell
Eldborg
Keilir

Að lokinni dagskrá lék hljómsveitin Granít frá Vík í Mýrdal fyrir dansi fram á nótt við góðar undirtektir gesta.


Þetta Galakvöld var hið glæsilegasta hjá Eldeyjarmönnum eins og öll framkvæmd þessa þings og þökkum við Kiwanismenn þeim kærlega fyrir.

 Myndir frá Þinginu eru komar inn á síðuna undir myndasafn