Úrslit í Landsmóti Kiwanis í golfi 2010

Úrslit í Landsmóti Kiwanis í golfi 2010

  • 16.06.2010

Landsmótið árið 2010 fór fram hvítasunnudaginn 23. maí í Vestmannaeyjum. Upphaflega átti að hefja leik kl. 13.00 en viðmiðunarmót öldunga, svokallað LEK-mót, var haldið sömu helgi og voru sumir af heldri kylfingunum heldur lengi í hús. Því hófst leikur um 13.30 og var ekki bjart yfir mönnum..
 Öskufall úr Eyjafjallajökli rúmri viku áður gerði það að verkum að völlurinn var þungur og ryk þyrlaðist upp úr grasinu við hvert högg og lendingu bolta. Lítið skyggni var vegna þoku og erfitt að fylgja boltum eftir í lengri höggum. Fljótlega rofaði þó til eins og eftir pöntun og spiluðu kylfingar því í hæglætisveðri, sól og um 10 stiga hita.
 
Skýrsla um mótið ásamt úrslitum má nálgast hér