Umdæmisstjórnarfundur

Umdæmisstjórnarfundur

  • 10.09.2010

Í morgun hófst dagskrá 40 Umdæmisþings Kiwanishreyfingarinnar með Umdæmisstjórnarfundi í Eldeyjarhúsinu fundurinn hófst kl 8.00 og var byrjað á því að Umdæmisstjóri Óskar Guðjónsson fór yfir áherslur þingsins og þá breytingu sem gerð hefur verið á Umdæmisstjórn næsta starfsárs þar sem stjórn Óskars mun halda áfram vegna veikindaforfalla kjörumdæmisstjóra.
Óskar kynnti síðan í stórum dráttum dagskrá þingsins og fundarstaði sem eru Salurinn og síðan safnaðarheimili Kópavogskirkju ásamt Galakvöldi í Veisluturninum. Aðeins var farið yfir hvað menn hefðu að segja á þessum stutta fundi því fræðslur byrja kl 9.00 og þar þurfa forystumenn að vera mættir, og að því loknu sleit Umdæmisstjóri fundi.