Sumarferð Heklumanna með heimilisfólk Hrafnistu

Sumarferð Heklumanna með heimilisfólk Hrafnistu

  • 22.06.2010

“Eftir samráð við félagsstarf Hrafnistu var ákveðið að hafa sumarferðina fimmtudaginn 10. júní og fara um Vesturbæinn, Seltjarnarnes, Skerjafjörð og Nauthólsvík. Bjóða síðan í kaffi á Hótel Loftleiðum. Þetta er 46. ferðin sem Kiwanisklúbburinn Hekla sér um og skipuleggur.
 Það er skemmst frá því að segja að þetta var líklega stærsta ferð frá upphafi sem við höfum farið með íbúa Hrafnistuheimilanna. Í ferðinni voru 189 manns í sjö rútum. Við vorum búnir að fá til samstarfs við okkur fjóra farastjóra og hlupum við sjálfir í skarðið í hinar rúturnar. Á Loftleiðum flutti forseti Sigurður R Pétursson ávarp og forstjóri Hrafnistu Pétur Magnússon þakkaði fyrir . Félagar voru átta og fimm eiginkonur.
Í ferðina gáfu sælgæti Heildverslunin Innnes ehf og Nói-Síríus, einnig styrkti ferðina THG Arkitektar ehf.
Í lok ferðar afhenti einn velunnari Hrafnistu, Pétur Jónsson, formanni nefndarinnar kr. 10. þús. að gjöf til styrktarsjóðs.
Nefndarmenn höfðu samband við Morgunblaðið og sendu þeir ljósmyndara og birtu hálfsíðu mynd í opnu blaðsins daginn eftir.
Nefndin hefur aflað í allt styrkjum kr. 285 þús. auk gjafa í happadrættið og sælgæti í ferðina, en þetta mun koma fram sundurliðað í reikningum Heklu.”