Þingsetning

Þingsetning

  • 11.09.2010

Fertugasta Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland - Færeyjar var sett formlega í Kópavogskirkju í kærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Þetta var hefðbundin athöfn sem var hin hátíðlegasta með fallegum söng Kársnesskóla og ávörpum Umdæmisstjóra, formanns þingnefndar og erlendra gesta.
Prestur Kópavogskirkju tók einnig til máls ásamt bæjarstjóra Kópavogs og þarna eru á ferðinni miklir leiðtogar eins og framkoma þeirra sýndi á þessu yndislega kvöldi sem við Kiwanismenn og konur áttum þarna saman.
Að lokinni setningu var hittingur (eins og menn segja í dag ) í safnaðarheimilinu það sem menn og konur áttu ánægjulega kvöldsstund og það kom m.a fram sterkasti prestur í heimi .
 
Nánar má sjá um allt þetta á myndasafni þegar ég verð búinn að vinna myndirnar.