Þingpunktar

Þingpunktar

  • 21.09.2010

Þingi var haldið áfram laugardaginn 11 speptember þar sem fluttar voru skýrslur umdæmisstjórnar sem óþarfi er að tíunda hér þar sem þær eru allar í Kiwanisfréttum og koma væntanlega inn á vefinn sem fyllgiskjöl með þinggerð. Síðan var haldið áfram með venjuleg þingstörf  svo sem fjárhagsáætlun 2010 – 2011 og Reikninga 2008 – 2009 og að því loknu var komið að hádegishléi þar sem matur var borinn fram í Safnaðarheimili Kópavogskirkju.
Þegar þingfundi var framhaldið var stjórn 2010 – 2011 staðfest en þarna er á ferðinni nánast sama stjórn og sat 2009 – 2010 en þetta var ákveðið vegna veikinda Kjörumdæmisstjóra. Síðan fór fram kosningar á kjörumdæmisstjóra 20 11 – 2012, skoðunarmanna reikninga, lagabreytingar og síðan var komið að ávarpi erlendra gesta. Gylfi Ingvarsson formaður K-dagsnefndar fór yfir verkefnið í stórum dráttum þar sem meðal annars að k-lykillinn verður óskorinn húslykill, einnig tóku gestir til máls m.a Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á BUGL. Kynning fór fram á næsta Umdæmisþingi sem verður á Höfn í Hornafirði 2011
Kynnt var nýtt heimsverkefni Kiwanishreyfingarinnar sem er tegund stífkrampa MNT og var þetta meðal annars kynnt á kiwanis.is í beinni útsendingu frá Heimsþingi  í USA
Ákveðið var að Umdæmisþing 2013 verður haldið í Hafnarfirði.  Fluttar voru skýrslur Styrktarsjóðs og Hjálmaverkefnis og loks var lesið upp bréf frá Græðlingsklúbbi Helgafells á Höfuðborgarsvæðinu og var m.a í því spurt hvort Umdæmisstjóri myndi fórna hárinu ef tækist að ná 40 félögum á starfsárinu, en  Óskar fórnaði yfirvaraskegginu á þinginu vegna stofnun Vörðunar eins og karlinn hafði lofað. Að loknum liðnum önnur mál var þingfundi frestað til kvölds eða þar til dagskrá hæfist í Turninum .