Fókus á fjölgun

Fókus á fjölgun

  • 10.09.2010

Hluti af umdæmisþingi Kiwanis þetta árið var ráðstefna um fjölgun Kiwanisfélaga. Hreyfingin hefur undafarin ár búið við það að Kiwanisfélögum  hefur farið fækkandi. Ráðstefnan snérist því um hvernig mætti fjölga félögum.Um áramótin 2009-2010 voru Kiwanisfélagar 880 tals.  Þeir eru í dag 914 að því er fram kom á ráðstefnunni.  Árið 1990 voru þeir hinsvegar á 12  hundraðið. En hvernig skal vinna að því að fjölga Kiwanisfélögum. Maður á mann aðferðin stendur alltaf fyrir sínu.
Vinna þarf að því að minnka gegnumstreymi í klúbbunum og aðstoða þá klúbba sem eiga í erfiðleikum.
Ýmis form er hægt að hafa á nýjum klúbbum, Netklúbbar, eða t.d. græðlingsklúbbar eins og Helgafell er að standa fyrir.
Efla þarf kynningu á Kiwanis, veita meira fé til kynningarstarfa og nýta þau tækifæri sem gefast eins og t.d. hjálmaverkefnið, til auka kynningu á Kiwanis.

Fjölgun í Kiwanis er ekki spretthlaup heldur langhlaup, verkefni sem sífellt þarf að vera í forgrunni.

En til að ungir menn vilji koma í Kiwanis þarf að vera gaman í starfinu. Ungir menn ganga ekki í Kiwanis til að fá að selja ljósaperur eða K-lykilinn.  Annað og meira þarf að koma til. Að hlakka til að koma á fundi eða aðrar uppákomur á vegum klúbbanna, -  að hafa gaman er forsendan. Formið  er ekki aðalatriðið, "að gera meira fyrir okkur sjálfa" eins og einn Húsvíkingurinn sagði, er áreiðanlega mikill sannleikur. - Það er lykillinn að fjölgun, var mat nokkurra ráðstefnugesta. Þá eru áhugasamar konur að stofna sérstakan kvennaklúbb í Reykjanesbæ, og kannski er framtíð Kiwanis fólgin í fjölgun kvenna í hreyfingunni.