Svæðisstjórnarskipti í Ægissvæði.

Svæðisstjórnarskipti í Ægissvæði.

  • 29.09.2010

Á svæðisráðsfundi í Ægissvæði sl. laugardag fóru fram svæðistjórnarskipti.
Hildisif Björgvinsdóttir Sólborgu tók við sem svæðisstjóri af Arnar
Ingólfssyni Keili. Á svæðisráðsfundinum hlaut Ingvar Snæbjörnsson forseti Eldborgar
viðurkenningu sem Fyrirmyndar forseti og Björn Kristinsson Keili sem
fyrirmyndar ritari.   Í skýrslu Arnars fráfarandi svæðisstjóra kom fram á
þrír klúbbar í Ægissvæði hefðu fengið viðurkenningu sem fyrirmyndarklúbbar,
og Sólborg fékk Fjölgunarbikarinn og Keilir Fjölmiðlabikarinn.
Svæðisstjórinn var því mjög sáttur við árangurinn hjá sínu fólki.