Fréttir

Apríl, frá Umdæmisstjóra

 • 01.04.2024

Apríl, frá Umdæmisstjóra

Apríl er mikilvægur mánuður í Kiwanisstarfinu, vorið er á næsta leyti og það glittir í sumarfrí en fyrst þurfum við að halda einbeitingu og fara inn í fríið vitandi að við höfum klárað verkefnin sem hvíla á okkur. Verkefni eins og hjálmaafhendingar, aðalfundir og jafnvel undirbúningur fyrir K dag í haust með því að hafa samband við mögulega söluaðila og hafa þá klára fyrir haustið, ég vil hvetja klúbba til að huga að þessu tímanlega. Það má segja að Hjálmadagurinn sé vorboði Kiwanisfélaga en um 4.400 hjálmar verða afhentir börnum í fyrsta bekk þetta starfsár og óska ég félögum góðs gengis og góðrar skemmtunar við dreifingu hjálmana. Það sem af er ári hafa 9 klúbbar náð að bæta við sig félögum og vil ég óska þeim innilega til hamingju með nýju félagana og

Saga Skjálfanda í 50 ár !

 • 25.03.2024

Saga Skjálfanda í 50 ár !

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 50 ára
   Á haustdögum 1973 komu nokkrir menn saman að tilstuðlan Stefáns Benediktssonar Húsavík og Hilmars Daníelssonar frá Kiwanisklúbbnum Hrólfi Dalvík til að kann þann möguleika á að stofna Kiwnaiklúbb á Húsavík.  Eftir kynningu á því hvað Kiwanis er, var ákveðið að reyna þetta og afla fleiri félaga sem gekk nokkuð vel. Þegar búið var að ná til 14 félaga var boðað til fyrsta formlegs undirbúnings fundar að stofnun Kiwanisklúbbs sem haldinn var í Félagsheimili Húsavíkur þann 5. nóv. 1973.  Dagskrá fundarins var eftirfarandi.
1.     Nafn á klúbbinn.
2.     Fundardagar – tími og staður.
3.     Árgjald.
4.     Stjórnarkosning og önnur mál.
 
   Stefán Ben stjórnaði þessum fundi og Þórður Ásgeirsson ritaði fundargerð.  
 
   Margar hugmyndir komu fram um nafn á klúbbinn og voru þær

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 50 ára !

 • 13.03.2024

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 50 ára !

Skjálfandafélagar verða með opið hús í Kiwanishúsinu að Garðarsbraut 27 sunnudaginn 24 mars n.k. Kl.15:00 Þar verður boðið uppá kaffi og léttar veitingar í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins, settur verður hátíðar afmælisfundur þar sem 

Kynningarfundur á Höfn 7 mars 2024 !

 • 09.03.2024

Kynningarfundur á Höfn 7 mars 2024 !

Kristjón Elvar Elvarsson  forseti hjá Ós setti fund og ræddi hvernig Ós kemur að þessum fundi. Fól svo Stefán Brandi fundarstjórn en Guðmundur Björgvinsson formaður Einstakra barna var næstur og fór yfir starf samtakanna stofnun þeirra og stöðu í dag og hvað landsöfnun Kiwanis munu gera fyrir samtökin. Ekki laust að sumir fundargesta hafi klökknað þegar hann sagði frá, þar á meðal persónulegri reynslu. 

Eiður Ævarsson formaður Markaðs og kynningarnefndar fór yfir

Hekla 60 ára

 • 07.03.2024

Hekla 60 ára

Kiwanisklúbburinn Hekla hefur verið að halda upp á afmæli sitt um þessar mundir.  Klúbburinn var stofnaður 14 janúar 1964 og á afmælisdaginn, sunnudaginn 14. Janúar síðastliðinn hélt Forseti Íslands móttöku fyrir Heklufélaga og umdæmisstjórnarmenn að Bessastöðum.  Var það hátíðleg og notalega  stund, þó svo að nýhafið eldgos í útjaðri Grindavíkur setti óneitanlega svip sinn á samkomuna.
Hátíðahöldum var svo framhaldið 1. mars síðastliðinn, þegar

Kveðja frá heimsforseta !

 • 20.01.2024

Kveðja frá heimsforseta !

Kæru félagar í Kiwanisklúbbnum Heklu
Mig langar að senda ykkur mínar bestu afmæliskveðjur í tilefni 60 ára afmælis klúbbs ykkar. Þetta er tími til að hugsa til baka um þau tækifæri sem þið hafið skapað fyrir börnin og samfélag ykkar. Langlífi klúbbs ykkar er merki um þjónustu ykkar við Kiwanis hugsjónina og þjónustulund ykkar sem kemu fram í skipulagningu og framkvæmd þeirrar hugsjónar. Kiwanis snýst um félaga sína og vinskap þeirra við að vinna saman að þjónustverkefnum. Félagar í Kiwanis eru 

60 ára afmælið Kiwanis á Íslandi. 

 • 15.01.2024

60 ára afmælið Kiwanis á Íslandi. 

Það var prúðbúinn hópur frá Kiwanisklúbbnum Heklu og fulltrúum umdæmisstjórnar ásamt mökum sem komu saman á Bessastöðum í gær 14. Janúar 2024 til að fagna 60 ára afmælis Kiwanis á Íslandi. 
Forseti Íslands Guðni Th Jóhannesson tók á móti okkur og fór fögrum orðum um Kiwanis og það starf sem hefur verið unnið í gegn um tíðina og því loknu tók Björn umdæmisstjóri til

Kiwanisklúbburinn Básar styrkja

 • 09.01.2024

Kiwanisklúbburinn Básar styrkja

Jólasælgæti Kiwanisklúbbsins Helgafells !

 • 24.11.2023

Jólasælgæti Kiwanisklúbbsins Helgafells !

Það var líf og fjör á verkstæði jólasveinsins í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum þegar pökkun hófst á jólasælgæti klúbbsins, en þar koma margar hendur að, stórar sem smáar. Félagar mæta með börn og barnabörn, vini og kunningja og taka til hendinni við pökkun á sælgæti í jólaöskjur sem síðan eru seldar til bæjarbúa til fjáröflunar fyrir góð verkefni í þágu samfélagsins hér í Eyjum. Jólasælgætið er aðalfjáröflun klúbbsins og með góðum stuðningi bæjarbúa og

Samfélagsverkefni í Vestmannaeyjum !

 • 21.11.2023

Samfélagsverkefni í Vestmannaeyjum !

Í dag komum við saman á HSU í Vestmannaeyjum fulltrúar frá
Kiwanisklúbburinn Helgafelli, Kvenfélaginu Líkn,  og Oddfellow Rbst. nr. 3 Vilborg og Oddfellow St. nr. 4, Herjólfur. Tilefnið var að afhenda Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum guluteppi en slíkt teppi kostar 1.066.400 kr og er mjög mikilvægt til meðferðar á gulu hjá nýfæddum börnum, í stað þess að ungbarnið fari ekki í svokallaðann gulukassa. Foreldrar geta þess í stað haldið á barninu umvafið teppinu, en slík

Svavar Svavarsson minning !

 • 01.11.2023

Svavar Svavarsson minning !

Látinn er góður vinur og samstarfsfélagi innan Kiwanishreyfingarinna til margra ára, en Svavar varð bráðkvaddur langt um aldur fram, að Skálm í Álftaveri en þar líkaði honum lífið vel og dvaldi þar við öll tækifæri við veiðar og uppbyggingu á húsi sínu og nærumhverfi, en Svavar var mikill útivistarmaður og afrekaði það m.a að hjóla umhverfis landið ásamt því að fara á fjöll og stunda allskyns veiðar. Svavar var viðskiptafræðingur að mennt og vann störf tengd þeirri mentun en seinni ár tók hann að sér smíðakennslu í Hraunvallarskóla í Hafnarfirði og ekki leiddist honum að vera innan um börnin og fólk almennt enda mikill öðlingur og félagsvera.
Svavar var mikill Kiwanismaður og var

Tórshavn styrkir !

 • 31.10.2023

Tórshavn styrkir !

Forseti Kiwanis í Tórshavn, Karlot Hergeirsson, afhenti umboðsmanni fyrir Javna peningagjöfina upp á 50.000 kr á samkomu í Kiwanishúsinu miðvikukvöldið 11. október.
Fía Petersen, formaður (forkona) í Javna þakkaði innilega fyrir þessa stóru gjöf og sagði nokkur orð um verkefni Javna.
Javni er félag fyrir þau, sem eru þroskaskert og aðstandendur þeirra og er aðal verkefni félagsins að vinna að betri aðstæðum fyrir þau.
Gjöfin frá Kiwanis er ekki eyrnamerkt ákveðnu verkefni, en verður notuð fyrir börn og ungt fólk og er þetta í anda Kiwanis. Til dæmis finnum við hjá Javna að það er

Umdæmisstjórnarfundur haldinn 28 október 2023 !

 • 31.10.2023

Umdæmisstjórnarfundur haldinn 28 október 2023 !

Umdæmisstjóri setti fund á Teams frá sínu heimili þar sem hann er að jafna sig eftir aðgerð og byrjaði á því að biðja fundarmenn að rísa úr sætum og minnast Svavars Svavarssonar með mínútu þögn.
Björn hóf síðan dagskrá með því að flytja sína skýrslu. Jóhanna María fór yfir skýrslu umdæmisritara í forföllum Líneyjar sem er lasin og sá Sigurður Einar Sigurðsson um að rita fundagerð fundarinns. Umdæmisféhirðir Benedikt var næstur á mælendaskrá og flutti sína skýrslu. Og talaði góða íslensku eins og honum er von og vísa. Guðlaugur kjörumdæmisstjóri var næstur undir þessum skýrslulið. Jóhanna María f.v umdæmisstjóri ávarpaði fundinn og þakkaði samstarfið. Svæðisstjórarnir komu því næst og fóru yfir málefni svæðanna en Ingólfur svæðisstjóri Óðinns var á Teams og engin kom frá Færeyjum og engin skýrsla heldur sem er miður. Næst var komið að umræðum um skýrslur og bað Gunnsteinn um orðið fyrstur en kappinn er kjör Evrópuforseti. Stefán Brandur tók næstur til máls og útskýrði hvernig netföng til að panta húsið og gera

Pietasamtökin opna starfstöð á Ísafirði og Básar styrkja !

 • 27.10.2023

Pietasamtökin opna starfstöð á Ísafirði og Básar styrkja !


Í gær opnuðu Píetasamtökin starfstöð á Ísafirði og er það mikilvægt að þessi frábæru samtök nái að breiða starfsemi sína sem mest út á landsbyggðina. Kiwanishreyfingin hefur verið mikilvægur styrktaraðili við þetta frábæra starf og lét Kiwanisklúbburinn Básar á Ísafirði sitt ekki eftir liggja og að

Stjórnarskipti og inntaka nýrra félaga í Helgafelli

 • 14.10.2023

Stjórnarskipti og inntaka nýrra félaga í Helgafelli

Fimmtudaginn 12 október var stórnarskiptafundur í Helgafelli og var mæting mjög góð og gaman fyrir nýja stjórn að taka við Embætti fyrir framan fjölda félaga. Fundurinn hófst á hefðbundin hátt undir stjórn Tómasar Sveinssonar forseta. Eftir matarhlé var hin ánægjulegi liður að taka inn nýja félaga og voru þeir þrír að þessu sinni, þeir Kristján Tómasson, Snæbjörn Ásgeirsson og Guðmundur Jóhann Árnason en um inntökuna sá Tómas Sveinsson. Næst var komið að stjórnarskiptum en Gústaf Ingvi Tryggvason svæðisstjóri Sögusvæðis átti ekki

Þrír nýjir félagar í Eldey !

 • 08.10.2023

Þrír nýjir félagar í Eldey !

Á stjórnarskiptafundi í Eldey varð sá ánægjulegi viðburður að teknir voru inn þrír nýjir félagar í klúbbinn, og vita Kiwanisfélagar að þetta er eitt af því ánægjulegasta við starfið þegar við fáum liðsauka til að efla okkar frábæra starf sem hreyfingin ynnir að 

Lambaréttadagur Heklu 2023

 • 07.10.2023

Lambaréttadagur Heklu 2023

Lambaréttadagur Heklu verður haldinn á Kænunni í Hafnarfirði föstudaginn 20 október. Á lambaréttadeginum hafa félagar í Kiwanisklúbbnum Heklu með ykkar hjálp aflað fjár til styrktar góðum málefnum í samfélaginu, og eru mörg félög og samtök sem hafa notið góðs af styrkjum frá Kiwaisklúbbnum Heklu í gegnum árin.
Ágóði þessa kvölds mun fara

Í upphafi starfsárs.

 • 01.10.2023

Í upphafi starfsárs.

Október er mánuðurinn þar sem Kiwanishreyfingin byrjar nýtt starfsár, ný markmið eru sett og nýjar áherslur kynntar en samt í samfellu við starfið frá í fyrra. Þegar ég bauð mig fram árið 2021 var mér tíðrætt um upplýsingastreymi, fræðslu, hvatningu og fjölgun félaga og nú er þetta að stórum hluta komið inn í nýsamþykkta stefnu.
Markmið ársins er ekki mjög frumlegt og einhver ykkar hafa séð það áður en það er mikilvægt og kannski sjaldan verið jafn mikilvægt og

Sameiginlegur fundur hjá Elliða og Esju.

 • 29.09.2023

Sameiginlegur fundur hjá Elliða og Esju.

Fyrsti sameiginlegi fundurinn hjá Elliða og Esju fór fram 18.september á Hótel Hilton en byrjað var á að snæða saman kvöldverð en klúbbarnir hafa samþykkt að halda 
einn fund í mánuði í vetur sameiginlega sem er með fyrirlesara og á fyrsta fund kom Rúnar Sigurjónsson Formaður 
Fornbílaklúbbs Íslands og

Umdæmisþingfréttir !

 • 26.09.2023

Umdæmisþingfréttir !

Formleg þingsetning 53.umdæmisþings fór fram með hátíðarblæ í Keflavíkurkirkju föstudagskvöldið 15 september kl 20:30 þetta var hefðbundinn setning þar sem Jón Ragnar formaður þingnefndar var við stjórnvölin og skilaði hlutverki sínu af miklum sóma. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar var í stóru hlutverki við setningu og léku til að byrja með Almar Örn, trompet og Mariia Ichenko (kennari við TR), píanó. Trumpeter´s Lullaby eftir Leroy Anderso. Jóhanna María Einarsdóttir umdæmisstjóri setti þingið formlega með bjölluslætti og bauð alla velkomna til þings og síðan tók bæjarstjórinn Kjartan Már Kjartansson til máls og síðan var komið aftur að tónlist frá ungmennum í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og þar léku Sofía Valle Lebumfacil, píanó. Lag úr kvikmyndinni Amélie Poulain eftir Yann Tiersen. Lag 2. Jón Ingi Garðarsson, blokkflauta og Sigrún Gróa Magnúsdóttir (kennari við