57. Evrópuþing haldið dagana 18. til 20. maí 2024 í Lúxemborg

57. Evrópuþing haldið dagana 18. til 20. maí 2024 í Lúxemborg


Nýliðið Evrópuþing er minnisstætt fyrir þá Íslendinga sem voru viðstaddir þar sem ný stjórn Kiwanis International Europe var samþykkt.
Gunnsteinn Björnsson var kjörinn Evrópuforseti, Elio Garozzo frá Ítalíu og San Marino umdæminu verðandi forseti, Karl Lippitz frá Austurríki þar á eftir í röð forseta, Ralf Otto Gogolinski frá Þýskalandi verður áfram féhirðir, Josy Glatigny fráfarandi forseti og Konráð Konráðsson verður ritari.  
Eiður Ævarsson verður nýr starfsmaður skrifstofu Kiwanis í Evrópu sem Kynningar og markaðsfulltrúi.
Kiwanisklúbburinn Helgafell í

 

 Vestmannaeyjum fékk viðurkenningu fyrir að hafa náð í að minnsta kosti tvo nýja félaga yngri en 40 ára það sem af er  starfsárs og tók Björn umdæmisstjóri við viðurkenningunni á þinginu.
Filip Delanote fyrrverandi forseti Kiwanis Children fund var kjörinn ráðgjafi ( Trustee ) fyrir Kiwanis International 2024 til 2025 og kemur þar í stað Martien van de Meer sem tók við embættinu við fráfall Vincent Salembier.
Kosið var á milli tveggja nýrra frambjóðanda í embætti ráðgjafa KI fyrir árin 2024 til 2027 en frambjóðendur voru Maura Magni frá Ítalíu San Marino umdæmi og Josef Peter Schachaermayr frá Austurríki fyrrum Evrópuforseti og var það Maura sem hafði betur í kosningunni.
Á vinnustofum þingsins var kynning á samfélagsverkefni Evrópustjórnar sem er stuðningur við SOS barnaþorp í Úkraínu,  ásamt umfjöllunum um raunfjölgun félaga og leiðir til þess og á kynningarfundi þar sem frambjóðendur kynntu sig var mikið rætt um mikilvægi þess að sama stefna sé haldin á milli starfsára þó svo að nýjir leiðtogar taki við keflinu.
Þeir Íslendingar sem voru viðstaddir þingið fyrir utan Gunnstein voru þeir Kristinn Örn Jónsson og Helgi Pálsson frá Kaldbaki fulltrúar þingnefndar næsta Evrópuþings, Guðlaugur Kristjánsson kjörumdæmisstjóri og Hanna Sigurðardóttir, Eiður Ævarsson og Aðalheiður Níelsdóttir ásamt Birni B Kristinssyni umdæmisstjóra og Berglindi Stefánsdóttur.  Mjög skemmtilegur hópur að vera með þar sem góðar ferðasögur urðu til og frábærar minningar.
Á þinginu fundum við fyrir miklum áhuga frá Kiwanisfélögum í Evrópu að fara á næsta þing sem verður haldið á Akureyri og ljóst að straumur Evrópubúa verður til Íslands í maí á næsta ári.


Kær kveðja
Björn B Kristinsson
Umdæmisstjóri

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR !