Frá Denver.

Frá Denver.


Gunnsteinn Björnsson verðandi Evrópuforseti og eiginkona hans Sigríður Káradóttir ásamt Birni B. Kristinssyni umdæmisstjóra og Berglindi Stefánsdóttur konu hans eru stödd á heimsþingi í Denver Colorado þar sem aðstæður eru eins og best verður á kosið og hótelið aðeins í fimm mínútna göngufjarlægð frá ráðstefnuhöllinni.
Í ráðstefnuhöllinni eru tvö þing í gangi, Kiwanisþing og svo Fanexpo ( Comicon ) og hafa furðuverur verið allt umliggjandi ráðstefnuhöllina, sem gefur öllu saman skemmtilegan blæ.
Þegar þetta er ritað eru kosningar ný afstaðnar og

niðurstöður áhugaverðar hérna er það helsta sem kosið var um:
Tillaga 1, hækkun gjalda:   Tillaga um að hækka gjöld til KI um 25 Usd í einu lagi var samþykkt með 86,95% atkvæða, erlendu gjöldin hækka því í 77 Usd og tekur hækkunin gildi frá og með 1. október 2024.
Tillaga 2, fækka flokkakerfi gjalda úr þremur í tvö, í staðinn fyrir A, B og C  þá eru gjöldin 1og 2.
Númer eitt er þá þannig : 77 Usd. (10.000 Usd og hærra)  .
Númer tvo er þá þannig :  48 usd ( 10.000 Usd og lægra ).
(Til útskýringa að þá hafa flokkarnir farið eftir vergri þjóðarframleiðslu á mann samkvæmt alþjóðabankanum, í gamla kerfinu var það þannig að þau lönd sem eru undir 10þ usd eru í flokki B og greiða 34 usd í gjöld, þau sem eru undir 5þ usd eru í flokki C og greiða 23 usd.).
Þessi tillaga var samþykkt með 89,11% atkvæða.
Tillaga 3, fækka ráðgjöfum ( trustees ).
Ameríka og Kyrrahaf fá sjö ráðgjafa í stað níu.
Asía hafa áfram tvo ráðgjafa.
Evrópa hafa áfram tvo ráðgjafa.
Kanada og Karabíska hafa áfram einn ráðgjafa.
Ráðgjafi (at-large) er ekki lengur í boði.
Þessi tillaga var samþykkt með 89,92% atkvæða. 
Tillaga 6, hækka gjöld til KI um tvo dollara á ári frá og með 2028 sjálfkrafa.
Þessi tillaga var felld.
Tillaga 8, atkvæðagreiðsla á netinu.
Þessi tillaga fékk mikla umfjöllun en var að lokum felld.

 
 
Ég segi þessu lokið af tillögum sem var kosið um en að lokum þá var verðandi kjör heimsforseti valinn, þrír höfðu boðið sig fram og þurfti meirihluta atkvæða til að kjósa, það þurfi því tvær kosningar til en að lokum var Hope Markes kosin,  félagi í Kiwanisklúbbnum Hopewell í Hanover, Jamaíka og held ég að þarna hafi verið vel valið.

 
 
 
 
 Áhugaverðar kosningar eru að baki það er óhætt að segja að Denver er skemmtileg borg og hefur verið vel heitt á Kiwanisfélagana með yfir 30 stiga hita og sól, við sendum því hlýjar kveðjur og reynum að taka eitthvað af þessari sól með okkur heim.
 
Með Kiwaniskveðju,
Björn Bergmann Kristinsson
Umdæmisstjóri