FRÆÐSLA EMBÆTTISMANNA.

FRÆÐSLA EMBÆTTISMANNA.


Kæru Kiwanisfélagar.  Eins og áður hefur verið greint frá verður ekki fræðsla á þinginu Í Færeyjum svo ákveðið hefur verið að hafa fræðslu fyrir forseta og féhirða mánudaginn 3. júní kl. 20 á Bíldshöfðanum og fyrir ritara miðvikudaginn 5. júní kl. 20 einnig á Bíldshöfðanum.  Þá mun fræðsla forseta, féhirða og ritara fara fram á Akureyri í Kiwanishúsinu þar þann 8. júní n.k.  Fundarboð verða

send en ég er að afla mér upplýsinga um hverjir verði næstu embættismenn svo ég geti boðað til fræðslu.  Nánari dagskrá kemur með fundarboðinu en ég vildi upplýsa um þetta strax svo verðandi embættismenn hafi dagsetningarnar.  Vona að ég sjái sem flesta þó klúbbar verði almennt farnir í sumarfrí á þessum tíma.

Með kiwaniskveðju,
Emelía Dóra 
formaður fræðslunefndar