Hrossaveisla Búrfells !

Hrossaveisla Búrfells !


Síðasta vetrardag hélt Kiwanisklúbburinn Búrfell í samstarfi við Hvítahúsið á Selfossi veglega Hrossaveislu þar sem boðið var uppá alvöru hrossabjúgu ásamt söltuðu hrossakjöti og öllu tilheyrandi meðlæti. Húsið opnaði kl 19:00 og mættu yfir 150 manns til að láta gott af sér leiða en allur ágóði kvöldsins rennur til Krabbameinsfélags Árnessýslu. Diðrik Haraldsson setti hátíðina og bauð alla velkomna og sagði nokkur orð og m.a sagði hann að þeir Búrfellsfélagar væru tilbúinir að taka við nýjum félögum ef einhverjir í hópnum hefðu 

áhuga að koma og starfa í þessum frábæru samtökum sem Kiwanis er. Að loknu ávarpi Diðriks afhenti hann veislustjórn til þeirra félaga Guðna Ágústssonar og Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns, er óhætt að segja að þeir félagar fóru hreinlega á kostum. Ung stúlka frá Tónlistarskóla Árnessýslu söng og lék einnig á munnhörpu, mikill snillingur þar á ferð frábær flutningur hjá þessari ungu stúlku sem sannarlega á framtíðina fyrir sér.
Að loknu borðhaldi, gamanmáli og tónlist steig Grétar Lárusson á stokk með gítarinn og spilaði og söng þangað til að samkoman tók enda. Frábært kvöld og sagði Diðrik forseti Búrfells að þetta væri komið til að vera.

TS.

MYNDBAND HÉR