Frá Kiwanisklúbbnum Dyngju !

Frá Kiwanisklúbbnum Dyngju !


Við í Dyngju höfum hafið vetrarstarfið og hlökkum mjög til þess eftir sérstakt vorstarf. Eftir að við komumst í úrslitahópinn í samkeppni Kiwanis um athyglisverðasta styrktarverkefnið í flokknum félagar undir 27 þá var okkur boðið
að senda grein um starf okkar og Vinasetrið í Kiwanis International blaðið. Við sendum grein og erum búnar að fá staðfest að greinin muni

birtast í blaðinu vonandi í desember eða janúar. Greinin heitir Cycle in water en börnin í Vinasetrinu fá þar tækifæri
til að upplifa og gera ýmislegt skemmtilegt. 

Vonandi verður þetta til þess að fleiri klúbbar sendi greinar og taki þátt í ýmsu því sem kynnir okkar starf, Kiwanisfélaga á Íslandi og í
Færeyjum. Fjöldi félaga á ekki að vera fyrirstaða. :-) Áfram Kiwanis.