Fréttir

57. Evrópuþing haldið dagana 18. til 20. maí 2024 í Lúxemborg

  • 22.05.2024

57. Evrópuþing haldið dagana 18. til 20. maí 2024 í Lúxemborg

Nýliðið Evrópuþing er minnisstætt fyrir þá Íslendinga sem voru viðstaddir þar sem ný stjórn Kiwanis International Europe var samþykkt.
Gunnsteinn Björnsson var kjörinn Evrópuforseti, Elio Garozzo frá Ítalíu og San Marino umdæminu verðandi forseti, Karl Lippitz frá Austurríki þar á eftir í röð forseta, Ralf Otto Gogolinski frá Þýskalandi verður áfram féhirðir, Josy Glatigny fráfarandi forseti og Konráð Konráðsson verður ritari.  
Eiður Ævarsson verður nýr starfsmaður skrifstofu Kiwanis í Evrópu sem Kynningar og markaðsfulltrúi.
Kiwanisklúbburinn Helgafell í

FRÆÐSLA EMBÆTTISMANNA.

  • 12.05.2024

FRÆÐSLA EMBÆTTISMANNA.

Kæru Kiwanisfélagar.  Eins og áður hefur verið greint frá verður ekki fræðsla á þinginu Í Færeyjum svo ákveðið hefur verið að hafa fræðslu fyrir forseta og féhirða mánudaginn 3. júní kl. 20 á Bíldshöfðanum og fyrir ritara miðvikudaginn 5. júní kl. 20 einnig á Bíldshöfðanum.  Þá mun fræðsla forseta, féhirða og ritara fara fram á Akureyri í Kiwanishúsinu þar þann 8. júní n.k.  Fundarboð verða

Hrossaveisla Búrfells !

  • 26.04.2024

Hrossaveisla Búrfells !

Síðasta vetrardag hélt Kiwanisklúbburinn Búrfell í samstarfi við Hvítahúsið á Selfossi veglega Hrossaveislu þar sem boðið var uppá alvöru hrossabjúgu ásamt söltuðu hrossakjöti og öllu tilheyrandi meðlæti. Húsið opnaði kl 19:00 og mættu yfir 150 manns til að láta gott af sér leiða en allur ágóði kvöldsins rennur til Krabbameinsfélags Árnessýslu. Diðrik Haraldsson setti hátíðina og bauð alla velkomna og sagði nokkur orð og m.a sagði hann að þeir Búrfellsfélagar væru tilbúinir að taka við nýjum félögum ef einhverjir í hópnum hefðu 

Fræðsla Embættismanna í Færeyjum !

  • 24.04.2024

Fræðsla Embættismanna í Færeyjum !

Fræðsla verðandi embættismanna í Færeyjum fór fram þann 6. apríl síðastliðinn í Kiwanishúsinu í Tórshavn. Tókst vel til en fræðslan fór fram á dönsku. Í framhaldinu var svæðisráðstefna Færeyjasvæðis sem Björn umdæmisstjóri, Guðlaugur kjörumdæmisstjóri og undirrituð sátu. Ég dvaldi í Tóra guesthouse þessa helgi í boði Sámal Bláhamar og Tórharda Bláhamar þar sem dekrað var við mann á alla kanta. Eiga þau miklar þakkir skildar fyrir gestrisnina. Þrátt fyrir

30 ára afmæli Sólborgar !

  • 24.04.2024

30 ára afmæli Sólborgar !

Kæru Kiwanisfélagar Í tilefni 30 ára afmælis boðar Kiwanisklúbburinn Sólborg til afmælisfundar 
4. maí nk. kl. 16.00-18.00 og er fundurinn haldinn að Helluhrauni 22, Hafnarfirði. Þann 5. maí nk. eru 30 ár síðan Kiwanisklúbburinn Sólborg var formlega stofnaður 
og fagnar klúbburinn því 30 ára afmæli í vor. 
Að loknum fordrykk verða léttar veitingar bornar fram og

Eldri fréttir