Stórfrétt frá Byggjendaklúbbi Engjaskóla.

Stórfrétt frá Byggjendaklúbbi Engjaskóla.


Sá ánægjulegi atburður átti sér stað 31.janúar, 2011 að verðandi heimsforseti  Alan Penn og frú Jeri Penn komu á fund hjá Byggjendaklúbbnum.
Alan og Jeri mættu ásamt nokkrum félögum úr umdæmisstjórninni og nokkrum Höfðafélögum.  
Sandra forseti Byggjendaklúbbsins setti fundinn og bauð alla velkomna.  Gerði hún það bæði á íslensku og ensku.
Alan Penn tók til máls og lýsti yfir ánægju sinni með boðið.  Alan gekk síðan á milli félaga og ræddi við þá og svaraði spurningum .  Ánægjulegt var að sjá hversu vel hann náði til krakkanna.
Alan fékk afhent félagsskírteini í Byggjendaklúbbinn og á móti færði hann stjórn klúbbsins Kiwanismerki.
Formlegri dagskrá lauk þar með og var fundi slitið.   Ekki var á þessum fundi brugðið út af þeirri venju Byggjendaklúbbsins að bjóða gestum upp á pizzu og virtust verðandi heimsforseti og frú kunna vel að meta veitingarnar.
Guðrún Kristjánsdóttir, forsvarsmaður klúbbsins og kennari í Engjaskóla bauð hjónunum að skoða skólann og þáðu þau það.  Stjórn Byggjendaklúbbsins og Rúna fóru um stofur skólans ásamt hjónunum sem gáfu sér góðan tíma og sýndu mikinn áhuga og spurðu margs.
Heimsókn sem þessi gerir mikið fyrir starf klúbbsins og var öllum til mikillar ánægju.
Kristinn Kristinsson, Höfða.
 
Rúna og Jeri ræðast við
Alan sýnir börnumum að hann hafi komið til Ísafjarðar
Alan og Jeri snæða Pizzu með börnunum
Kappinn spreytir sig við saumavélina
Alan ræðir við klúbbfélaga