Ferðasaga Umdæmisstjóra Gunnlaugs Gunnlaugssonar.

Ferðasaga Umdæmisstjóra Gunnlaugs Gunnlaugssonar.


Kæru Kiwanisfélagar mig langar aðeins að segja frá því sem hefur drifið á daga mína eftir að ég tók við embættinu sem umdæmisstjóri.

Þann 10 september settumst við hjónin upp í bíl okkar á Ísafirði ,og var ferðinni heitið til Hafnarfjarðar þar sem Umdæmisþing skyldi haldið. Til Hótel Hafnarfjarðar var síðan  komið að kvöldi 10,september. Þegar við gengum inn á hótelið mættum við Mari-Jeanne Evropuforseta og eiginmanni hennar,   Mona Hurtig Umdæmisstjóra Norden og eiginmanni hennar og voru það fagnaðarfundir.  Við ræddum um að fara saman út að borða og að lokum var ákveðið að borða  á Víkingahótelinu,  og að sjálfsögðu var snæddur fiskur.

Um sjöleytið  að morgni 11,september vorum við mætt á Keflavíkurflugvöll til að taka á móti Jim Rocford umdæmisráðgjafa 2014-2015 og konu hanns.

Ekið var með þau  um Reykjanes og  Hafnir og til Grindavíkur í Bláa Lónið sem því miður var ekki búið að opna. Þegar hér var komið sögu voru sumir orðnir svangir og var því farið í Hamraborg þar sem við fengum ný bakaðar pönnukökur með öllu tilheyrandi og  á eftir var tekinn rúntur niður Laugarveginn og að loknum bíltúrnum var kominn tími á að athuga hvort ekki væri tilbúin herbergið þeirra á Hótel Hafnarfirði sem reyndist svo vera. Var ákveðið að leggja sig aðeins og fara svo í kvöldmat til Óskars og Konný.

Svo að morgni 12 september  hófst Umdæmisþingið með umdæmisstjórafundi.   Flestir hafa sjálfsagt heyrt um þingið sem tókst vel í alla staði að mínu mati.
Þann 15 september ókum við með Jim og frú suður á flugvöll og kvöddum þau hjónin og síðan var stefnan tekin heim til Ísafjarðar.

Eftir að þessi fræga umdæmisstjóra keðja hafði verið hengd um háls mér ásamt þeim mönnum sem voru kostnir sem svæðisstjórar fyrir  2014 til 2015  á sunnudeginum eftir þing byrjuðum  við  strax á að heimsækja klúbba til að skipta um stjórnir.

Símtöl , sms, og tölvupóstur fór að berast til mín og mér boðið að vera viðstaddur hina ýmsu viðburði  þar sem þeir töldu að formlega væri ég tekin við sem Umdæmisstjóri og ég sjálfur hélt það líka, og  mætti ég á þessa fagnaði þar sem ég var kannski á gráu svæði ef ég væri ekki formlega tekin við embætti fyrr en 1 október ?

Fyrsti fundurinn minn var í heimaklúbbi mínum Básum þann 17 september. Þann 20 september var ég viðstaddur svæðisráðstefnu hjá Ægissvæðinu sem var haldin í Garðinum sem var  eftirminnileg vegna þess að við fórum upp í Flugskýli þar sem við skoðuðum 3 Boing flugvélar sem var verið að taka í gegn . 

Þriðjudaginn 23 september var ég við stjórnarskipti hjá Dyngjum. Miðvikudaginn 24 september heimsótti  ég Hraunborg í Hafnarfirði og Föstudaginn 26 september  fór ég  til Keilis í Reykjanesbær þar sem Lundinn var afhentur. Laugardaginn 27september  fór ég til Kötlu að Bíldshöfða og  mánudaginn  eftir fórum við Ragnar svæðisstjóri,  Hildisif og Dröfn í heimsókn til Þyrils þar sem Þyrli var veitt viðurkenning sem þeir áttu skilið,  mjög gaman á þeim fundi þar sem við vorum ef svo mætti segja 4 frá umdæminu. 

Þann 30 september mætti ég hjá Heklu , og þann 1 október heimsótti ég Geysir. 

2 október  Eldfell og Mosfell sem voru með sameiginleg stjórnarskipti, og föstudaginn 3 október  var komið að Elliða áður en haldið skyldi til Vestmannaeyja á árshátíð og stjórnarskipti og skal það tekið framm að það var farið og komið í Landeyjahöfn.

 Síðast í þessari törn voru Vörðurnar heimsóttar  þann 7 október  í  Keflavík .

 Þann 9 október  var flogið til Prag á fund,  ásamt Hjördísi, Óskari, Ástbirni og síðast en ekki síst Pálmari sem fór sem fulltrúi fyrir ungliðahreifinguna.

Allar þessar heimsóknir voru mjög eftirminnilegar fyrir mig sem umdæmisstjóra, þarna náði ég að heimsækja 12 klúbba á skömmun tíma og eina svæðisráðstefnu.

 Fyrirhugað er að hafa framkvæmdafund þann 5 nóvember og  Umdæmisstjórnarfund þann 15 nóvember. 

Kanski nær maður að heimsækja einhverja klúbba á þessum tíma. Núna 1 nóvember verð ég viðstaddur sviðaveislu hjá Básum og get  því  þess vegna  því miður ekki verið með norðann mönnum á sinni Svæðisráðstefnu, en ég kem til með að heimsæki þá fljótlega. 

Ég vil að það komi fram, að ég sagði í upphafi að ég myndi nota Húsbílinn minn og gerði ég það allan tímann sem ég var fyrir sunnan þannig að kostnaður við gistinguna var um 21,000 þús krónur.

En það er síðan von mín að ég geti heimsótt einhverja klúbba þegar nálgast jólafundi.

 

 Með kveðju

Gunnlaugur Gunnlaugsson

Umdæmisstjóri  2014-2015.

 

Eflum starf og vináttu.

      Gerum það sem við getum

Með því sem við höfum

                                                        Og þar sem við erum.