Stjórnarskipti hjá Ós.

Stjórnarskipti hjá Ós.


Stjórnarskipti hjá Ós á Höfn voru haldin s.l laugardagskvöld 10 október. kvöldið hófst með heimboði heima hjá forseta Ós Sigurði Einari og var þar tekið á móti félögum og mökum af miklum höfðingskap. Síðan var haldið að Hólmi á Mýrum þar er ferðaþjónusta og nýr flottur veitingastaður sem er innréttaður í gamalli vélageymslu.

Þegar Kiwanismenn og gestir voru búnir að koma sér fyrir setti Sigurður EInar fundinn og að því loknu var tekið matarhlé, þar sem borin var á borð glæsileg fimmrétta  máltíð og það er greinilegt að þarna kann fólk til verka, maturinn eins og á fimm stjörnu hóteli, þannig

að þeir sem eiga leið þarna hjá ættu að doka við og fá sér gott að borða í skemmtilegu umhverfi. Þegar aðalrétti var lokið, sem var girnileg Nautalund var komið að stjórnarskiptum sem Svæðisstjóri Sögsvæðis Tómas Sveinsson sá um, og var að venju byrjað á að þakka fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf og síðan var næsta stjórn sett inn til tveggja ára en hana skipa.

 

Fráfarandi forseti : Sigurður Einar Sigurðsson

Gjaldkeri/Féhirðir: Sigurjón Örn Arnarsson

Ritari til eins árs: Sigurður Einar Sigurðsson

Varaforseti: Stefán Brandur Jónsson

Kjörforseti: Sigfús Már Þorsteinsson

Forseti: Ingvar G. Snæbjörnsson

 

Að loknum stjórnarskiptum var borin fram glæsilegur eftirréttur og síðan afhenti Svæðisstjóri Sigurði Einari silfurstjörnu  frá Ós fyrir gott starf í þágu klúbbsins og hreyfingarinna. Síðan fluttu fráfarandi og nýkjörinn forseti ávörp og skýrði Ingvar frá sínum áformum á næstu starfsárum og afhenti nefndarformönnum sín skipunarbréf, og síðan var fundi slitið og haldið heim á leið eftir frábært kvöld, og óskum við nýrri stjórn velfarnaðar á komandi starfsárum.

 

TS.