Sameiginleg stjórnaskipti hjá Búrfelli og Mosfelli

Sameiginleg stjórnaskipti hjá Búrfelli og Mosfelli


Klúbbarnir Búrfell frá Selfossi og Mosfell úr Mosfellsbæ héldu sameiginleg stjórnaskipti í gærkvöldi 9.október. Stjórnarskiptafundurinn var haldinn á Veitingastaðnum Eldhúsinu á Selfossi og var vel mætt frá báðum klúbbum.

Diðrik forseti setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar á Selfossi og fór síðan yfir starfið og það sem brýnt er að gera í klúbbnum í framtíðinni og einnig flutti Kristján Þór Ingvarsson forseti Mosfells ávarp.

Búrfellsmenn hafa sett upp punktakerfi fyrir

klúbbmeðlimi til að vinna sér inn og sá sem fær flesta punkta fær farandbikar til varðveislu í eitt ár. Það var heiðursmaðurinn Jón Helgason sem fékk bikarinn að þessu sinni fyrir frábær störf. Að þessu loknu var tekið matarhlé, og ekki var maturinn af verri endanum Lamalæri með öllu og kaffi og konfekt á eftir.

Að loknu matarhléi var komið að stjórnarskiptum og sá Tómas Sveinsson um að setja verandi embættismenn inn og naut aðstoðar Björns Baldurssonar frá Mosfelli. Stjórnarskiptin gengu vel og hratt fyrir sig og nýjar stjórnir klúbbana eru eftirfarandi.

 

Stjórn Búrfells skipa sömu aðila og á síðasta starfsári.

 

Fráfarandi forseti: Guðjón Jónsson

Féhirðir: Ágúst Magnússon

Ritari: Jóhann V.Sveinbjörnsson

Kjörforseti: Hilmar Þór Björnsson

Forseti: Diðrik Haraldsson

 

 

Stjórn Mosfells

 

Fráfarandi forseti: Kristján Þór Ingvarsson

Meðstjórnandi: Pálmar Ingi Guðnason

Féhirðir: Pétur Magnússon

Ritari: Hlynur Hilmarsson

Kjörforseti: Haraldur Valur Haraldsson

Forseti: Erlendur Örn Fjeldsted

 

Að loknum stjórnarskiptum tók Erlendur Örn Fjeldsted við stjórn fundarinns og ávörpuðu nýkjörnir forseta fundinn tekin smá umræða og gamanmál undir liðnum önnur mál og síðan var fundi slitið og menn héldur heim á leið, sáttir eftir mjög góðann fund.

 

TS.