Umdæmisþing í Eyjum hafið !

Umdæmisþing í Eyjum hafið !


Þá er þinghald í Vestmannaeyjum hafið og hófst með stuttum Umdæmisstjórnarfundi kl 11.00 í morgun. Gunnlaugur umdæmisstjóri setti fund og bauð embættismenn og gesti velkomna til þings, og fór að eins yfir dagskrá og það sem hefur fyrirfarist í henni eins og styrktarsjóðurinn og fundarboð þessa umdæmisstjórnarfundar.

Gerðar voru tillöguð fyrir þingið að tveimur nefndum annarsvegar Kjörbréfanefnd og hinnsvegar Kjörnefnd, en tillaga var gerð að skipun þeirrar fyirri væru Sigurgeir Aðalgeirsson, Óskar Guðjónsson og Arnór Pálsson, en í kjörnefnd var gerð tillaga að skipun hennar yrðu þeir Andrés Hjaltason, Sigurður R Pétursson og Stefán R. Jónsson.

Málstofur dagsins verða með

eftirfarandi málefni:  K-dagur stjórnandi Gylfi Ingvarsson. Umdæmisþing stjórnadi Haukur Sveinbjörnsson. Stofnun klúbba stjórnandi Ólafur Jónsson.

Aðeins var komið inn á Hjálmaverkefni, samskipti við fjölmiðla, og almennan fréttaflutining af Kiwanismálefnum, Fjölgunarmál að venju aðeins tekin upp, og síðan og ekki síst starf Umdæmisstjóra og umsvif þess.

Engin talaði í liðnum önnur mál og þá var komið að kynningu erlendra gesta sem fluttu smá ávarp og kynningu á sér og því sem þau eru að gera.

En þetta eru Heimsforseti, Evrópuforseti, Ráðgjafi kjörumdæmisstjóra, og Umdæmisstjóri Norden .

 

Umdæmisstjóri sleit síðan fundi kl 12.00.

 

TS