Kynningarfundur Miðvikudaginn 13 febrúar kl. 20:00 Kiwanishúsinu Smiðjuvegi 13.A , Kópavogi.

Kynningarfundur Miðvikudaginn 13 febrúar kl. 20:00 Kiwanishúsinu Smiðjuvegi 13.A , Kópavogi.


Á síðastliðnu ári voru 25 ár liðin frá því að fyrsti Kiwanis kvennaklúbburinn var stofnaður í Bandaríkjunum og á næsta ári eru 25 ár frá því fyrsti kvennaklúbburinn var stofnaður á Íslandi.   Á þessu starfsári, 2012 – 2013,  fögnum við því að nú er kona í fyrsta skipti umdæmisstjóri yfir umdæminu Ísland – Færeyjar.
Á undanförnum árum hefur konum fjölgað mikið í Kiwanis og nú stefnum við að því stofna nýjan klúbb.
Kiwanis starfar undir kjörorðunum “Börnin fyrst og fremst” og okkur langar að kynna það frábæra og skemmtilega starf sem þar fer fram
Hvernig væri að skella sér á fund,  hitta hressar og skemmtilegar konur, fá sér kaffisopa,  spjalla og kynna sér málið.

Allar konur hjartanlega velkomnar
Hlökkum til að sjá ykkur
         Kvennanefnd Kiwanis