Tórshavn styrkir !

Tórshavn styrkir !


Forseti Kiwanis í Tórshavn, Karlot Hergeirsson, afhenti umboðsmanni fyrir Javna peningagjöfina upp á 50.000 kr á samkomu í Kiwanishúsinu miðvikukvöldið 11. október.
Fía Petersen, formaður (forkona) í Javna þakkaði innilega fyrir þessa stóru gjöf og sagði nokkur orð um verkefni Javna.
Javni er félag fyrir þau, sem eru þroskaskert og aðstandendur þeirra og er aðal verkefni félagsins að vinna að betri aðstæðum fyrir þau.
Gjöfin frá Kiwanis er ekki eyrnamerkt ákveðnu verkefni, en verður notuð fyrir börn og ungt fólk og er þetta í anda Kiwanis. Til dæmis finnum við hjá Javna að það er

mikil þörf á að hafa námskeið fyrir systkini barna, sem eru skert og við gætum hugsað okkur að vera með þessi námskeið meira reglulega. Annað sem veldur aðstandendum mikla vanlíðan er tímabilið, þar sem börnin með skerðingu verða 18 ára. 
Unglingsárin eru oft erfið í heild sinni, þá breytist flest þann dag sem barnið verður 18 ára og telst á pappírunum fullorðið. Við gætum hugsað okkur að beina sjónum okkar á þetta tímabil - með ráðstefnu, þemadögum eða þess háttar.
Kiwanis er alþjóðlegt félag af sjálfboðaliðum, sem hefur það að markmiði að stuðla þeim sem þarfnast aðstoð og sérstaklega börnum. Kiwanis safnar pening meðal annars með jólatréssölu og með að selja happdrættismiða á Ólavsöku.
Í viðbót við Kiwanis í Tórshavn eru tvö önnur Kiwanis félög í Færeyjum : Kiwanis Rósin í Havn og Kiwanis Eysturoy, sem er í Götu.
Orðið "kiwanis" kemur úr indíána máli og þýðir "við byggjum."
Javni þakkar enn og aftur fyrir gjöfina og við þökkum Kiwanis fyrir þeirra áframhaldandi góða starf.