52 Umdæmisþing haldið á Selfossi !

52 Umdæmisþing haldið á Selfossi !


Nú dagana 9 til 11 september var haldið umdæmisþing okkar á Selfossi og var þingið allt hið glæsilegasta og öll framkcæmt til mikils sóma hjá Búrfellsmönnum og öllum þeim sem komu að þessu þingi. Formleg dagskrá hófst á föstudagsmorgni með afhendingu þinggagna og miðasölu á þá viðburði sem í boði voru, og síðan var klúkkutíma umdæmisstjórnarfundur. Fræðsla forseta fór fram frá tíu til tólf í umsjón Eyþórs formanns fræðslunefndar og var vel látið að fræðslunni. Eftir matarhlé var aðalfundur Tryggingasjóðs og frá14-16 voru mál og vinnustofur umg stefnumótun og hvernig eigi að koma Kiwanis á framfæri og flutti Andrés Jónsson almannatengill fyrirlestur þess efnis við góðar undirtektir.
Það er góð hefð hjá okur að 

vera með setningu þing í Kirkju og var engin breyting þaðr á en kl 20.30 fór setningarathöfnin fram með hátíðlegu yfirbragði, glæsileg tónlistaratriði voru í boði hjá þremur ungmennum í tónlistarskóla staðarins og ávörp voru flutt frá umdæmisstjóra, sóknarpresti, forseta bæjarstjórnar Árborgar og erlendra gesta en þeir voru tveir norðmenn sem heimsóttu okkur í ár, en engin ráðgjafi né fulltrúi frá KI og Evrópu gátu ekki séð sér fært að mæta. Að lokinni setningu var opið hús á Hótel Selfossi þar sem Kiwanisfólk átti góða kvöldstund saman.
Þinghald hófst aftur kl 9.00 með skýrslum umdæmisstjórnar og nefnda og umræður um þær, farið var yfir reikninga 2021-2022 og fjárhagsáætlun 2022-2023 og borið upp til samþykktar, kjörnir skoðunarmenn reikninga, fulltrúa í Fjárhagsnefnd og síðan voru lagabreytingar á dagskrá en ekkert erindi lá fyrir undir þeim lið. Þar sem þingið var á undan áætlun fór kjörumdæmisstjóri lauslega yfir stefnumótun næstu ára áður en farið var í matarhlé.
Eftir matarhlé tók K-dagnefnd við og var tilefnið að veita styrk uppá 10.000.000- til Pietasamtakanna en þetta er hluti afraksturs landsöfnun hreyfingarinnar Lykill að lífi sem er til styrktar geðverndarmálum á Íslandi, Umdæmisstjóri Pétur Jökull Hákonarsson og Tómas Sveinsson fulltrúi K-dagsnefndar sáu um að afhenda og móttöku styrksins við tók Sigríður Björk Þormar frá Pietasamtökunum. Tómas sagði síðan frá sölunni og hvað væri komið inn og hvað stæði útundan. Veittur var fjöldi hefðbundinna viðurkenninga, staðfesting á kjöri stjórnarmanna og stjórna kynning á næstu tveimur umdæmisþingum ásamt hefðbundnum þingstörfum. Þingnefnd bauð uppá makaferð um nýja miðbæinn og sögustund í Tryggvaskála og var vel látið að þeirri ferð. Stjórnarskipti í umdæminu fóru síðan fram kl 18.00 og glæsilegt lokahóf byrjaði kl 19.00 með glæsibrag og var mikið af tónlist og skemmtatriðum og enn og aftur geta Búrfellsmenn verið stoltir og ekki síður við Kiwanisfólkið. Nánari upplýsingar um þingið koma síðan í þinggerð ! 

Fleiri myndir koma í myndasafnið á næstu dögum !

TS.