Heklufélagar halda fund í húsnæði Hróksins við Geirsgötu 20.feb 2020

Heklufélagar halda fund í húsnæði Hróksins við Geirsgötu 20.feb 2020


Fundurinn byrjaði á því að Hrafn Jökulsson bauð alla í salnum velkomna og bauð síðan upp á kjörsúpu. 
Eftir kjötsúpuátið setti Sighvatur forseti Heklu fundinn og bauð alla velkomna, svæðisstjóra Freyjusvæðis, Kiwanis fólk og aðra gesti. Forseti þakkaði Hrafni og Hróksfélugum boðið, hann hrósaði kjötsúpunni og bað fundar menn að klappa fyrir kokknum. Heklufélagar voru 11. Nú var komið að afhendingu afmælismerkja og skjala því til staðfestu. Forseti kallaði upp Guðmund Oddgeir sem gekk í klúbbinn 13.desember 1994 og er því 25 ár frá því hann gekk í klúbbinn, síðan kallaði hann á Björn Pálsson en hann gekk í klúbbinn 9.febrúar 1965 og er því 55 ár frá því að hann gekk í

klúbbinn. Forseti þakkaði þeim fyrir vel unnin störf fyrir klúbbinn og Kiwanis hreyfinguna og fór yfir störf þeirra fyrir klúbbinn. Forseti afhendi þeim skjöl því til staðfestu og Birgir nældi barmmerki þá. 
Forseti bað nú Hrafn Jökulsson að fræða fundargesti um starfsemi Hróksins og fleira. Hrafn byrjaði á því að fá nokkra gesti til að segja frá upplifun þess við heimsókn til Grænlands. Síðan sýndi hann nýja kynningarmynd um störf Hróksins á Grænlandi. Mjög fróðlegt að sjá hve marga þeir hafa fengið til samstarfs við sig. Einnig kom þar fram heimsókn Grænlenskra barna til Íslands á sundnámskeið. Síðan lýsti Hrafn ástandinu í Tarsilak á austurstönd land, fátækt og hve tilvera barna og unglinga er dapurleg. Hrafn sagði frá ný byggðu barnaheimili og þar vantaði allt inn í eldhúsið og er hann að setja á stað söfnun fyrir því og er markmiðið 2,5 milljónir.
Það kom upp umræða um að Heklufélagar hefðu áhuga á að heimsækja Grænland og var þeim Sighvati og Hrafni  falið að skoða það.
Undir liðnum önnur mál , þakkaði Inga Þórunn Halldórsdóttir forseti Dyngju fyrir boðið á fundin og lét ánægju sína í ljós en þær mættu tvær frá Dyngju, hún og Konný.
Forseti Heklu þakkaði öllum fyrir komuna og fyrir ánægjulegan fund og vonandi gætu Heklufélagar sótt Hrókinn heim síðar.

Birgir Benediktsson
Ritari.