Umdæmisstjórnarfundur haldinn 28 október 2023 !

Umdæmisstjórnarfundur haldinn 28 október 2023 !


Umdæmisstjóri setti fund á Teams frá sínu heimili þar sem hann er að jafna sig eftir aðgerð og byrjaði á því að biðja fundarmenn að rísa úr sætum og minnast Svavars Svavarssonar með mínútu þögn.
Björn hóf síðan dagskrá með því að flytja sína skýrslu. Jóhanna María fór yfir skýrslu umdæmisritara í forföllum Líneyjar sem er lasin og sá Sigurður Einar Sigurðsson um að rita fundagerð fundarinns. Umdæmisféhirðir Benedikt var næstur á mælendaskrá og flutti sína skýrslu. Og talaði góða íslensku eins og honum er von og vísa. Guðlaugur kjörumdæmisstjóri var næstur undir þessum skýrslulið. Jóhanna María f.v umdæmisstjóri ávarpaði fundinn og þakkaði samstarfið. Svæðisstjórarnir komu því næst og fóru yfir málefni svæðanna en Ingólfur svæðisstjóri Óðinns var á Teams og engin kom frá Færeyjum og engin skýrsla heldur sem er miður. Næst var komið að umræðum um skýrslur og bað Gunnsteinn um orðið fyrstur en kappinn er kjör Evrópuforseti. Stefán Brandur tók næstur til máls og útskýrði hvernig netföng til að panta húsið og gera

fundarboð virka. Tómas tók næst til máls, og síðan Guðlaugur og kallaði eftir keðjum hjá embættismönnum. Þeir sem einnig tóku til máls undir þessum lið voru Jóhanna María, Ástbjörn Egilsson, Bernhard, Benedikt og Sæmundur Sæmundsson. Næst var gert matarhlé á fundinum og fengum við frábæra súpu frá nýjum umsjónarmanni hússins henni Elínu Maríu.
Umdæmisstjóri lagði til að ný nefnd yrði stofnuð um skoðun á sölu eða endurnýjun á húsinu og skipaði Sæmund Sæmundsson sem formann og mætti velja með sér meðstjórnendur.
Næstu var komið að skýrslum nefndarformanna og byrjaði Sæmundur fyrir nefnd Einherja. Petur Olivar talaði næst fyrir þingnefnd í Færeyjum. Sigurgeir Aðalgeirsson talaði næst fyrir Tryggingasjóð en hann var á Teams og sama má segja um Óskar Guðjónsson sem talaði fyrir Styrktarsjóð og barnahjálparsjóðinn. Sigurður Einar talað næst sem gagnatengiliður. Helgi Pálsson formaður fjölgunarnefndar var næstur á mælendaskrá, og sagði að nefndin myndi starfa náið með Kynningar og markaðsnefnd. Stefán B.Jónsson talaði næst fyrir Office tengiliðinn og sagði m.a frá SMS kerfi sem verið er að skoða. Skipuð var uppstyllingarnefnd og er hún eins skipuð og síðasta starfsár, Ástbjörn Egilsson formaður, Dröfn Sveinsdóttir Sólborgu og Tómas Sveinsson Helgafelli. Eyþór Kr. Einarsson formaður K-dagsnefndar tók næstu til máls og sagði frá væntanlegum K-degi sem verður haldinn 27 til 29 september en sótt verður um söluleyfi frá 24 september til 8 október. Eiður Ævarsson formaður Kynningar og markaðsnefndar tók næstu til máls og sagði frá störfum nefndarinnar og því sem væri framundan. Næst talað Björn um Almannaheillarfélög en sú umræða hefur verið mikið í gangi að undanförnu og hvort við eigum að setja Kiwanis undir þetta, og urðu nokkurar umræður um þetta. Ákveðið var að fara áfram með málið. Ársreikningurinn var næst á dagskrá og fór Jóhanna María yfir málið fyrir fundarmenn og sagði að reikningarnir myndu liggja fyrir fundinn í febrúar. Næst var tekin fyrir tillaga um niðurfellingu ferðajöfnunar sem kemur frá Ós á Höfn, fellst það í því að þinggjöld lækki í staðinn. Og verður tillaga lögð fram á þinginu í Færeyjum. Fundarmenn ræddu þetta aðeins og skiptust fundamenn á skoðunum.
Það verður farið með þetta út í svæðin og fá ályktanir þaðan. Staðarval 2026 fyrir umdæmisþing var næst á dagskrá og var ákveði þúð að taka þetta fyrir á febrúarfundinum þegar fjárhagsáætlun þings liggur fyiri
Önnur mál, Kristján Gísli tók til máls og fór aðeins yfir þau mál sem búið var að taka fyr á deginum, og varpaði fram hugmyndum. Eiður Ævarson var næstur og talaði um máefni þings o.fl. Benedikt féhirðir talaði næst og svaraði ýmsum hlutum. Ingólfur Bjarni tók til máls og var á Teams og talaði um húsið og markaðsetningu á því.
Björn talaði aðeins um það sem væri að gerast í sambandi við Færeyjaþingið og væri líklegur kostnaður um 240 þúsund fyrir hjónin.
Að þessu loknu sleit Björn fundi kl 15.25
 
TS.