Í upphafi starfsárs.

Í upphafi starfsárs.


Október er mánuðurinn þar sem Kiwanishreyfingin byrjar nýtt starfsár, ný markmið eru sett og nýjar áherslur kynntar en samt í samfellu við starfið frá í fyrra. Þegar ég bauð mig fram árið 2021 var mér tíðrætt um upplýsingastreymi, fræðslu, hvatningu og fjölgun félaga og nú er þetta að stórum hluta komið inn í nýsamþykkta stefnu.
Markmið ársins er ekki mjög frumlegt og einhver ykkar hafa séð það áður en það er mikilvægt og kannski sjaldan verið jafn mikilvægt og

núna en það er fjölgun félaga. Markmið okkar er að félagar í Kiwanishreyfingunni verði fleiri í lok starfsárs heldur en þeir voru í upphafi starfsárs. Einfalt markmið en gæti reynst snúið, markmiðið er það sama í Evrópu og Ameríku. 
Til þess að þetta takist þurfum við svo sannarlega að nota allt það sem okkur hefur verið kennt til að nálgast nýja félaga, sú spurning sem þarf að bergmála allt starfsárið er „ viltu koma í klúbbinn okkar?“ . Kjörorð þessa starfsárs eru „ Fyrir klúbbinn og Kiwanis „ ágætis slagorð sem er hægt að tengja við allt okkar starf. 
Ég vil þakka fráfarandi umdæmisstjóra Jóhönnu M. Einarsdóttur og hennar stjórn fyrir samstarfið. Ég vil óska öllum félögum og embættismönnum góðs og farsæls komandi starfsárs. Höfum góð áhrif á okkar samfélag, látum gott af okkur leiða, vinnum fyrir klúbbinn okkar og Kiwanis, fyrir börnin fyrst og fremst.
 
Björn Bergmann Kristinsson
Umdæmisstjóri 2023-2024