Þinghaldi fram haldið !

Þinghaldi fram haldið !


Að loknu matarhéi þar sem borin var fram aspassúpa og brauð með smjöri og pesto hófst aðalfundur Tryggingasjóðs, og þar var mæting með afbrigðum góð og komu margir góðir punktar fram þar fyrir stjórn að vinna úr. Hver fulltrúi klúbbs fékk í hendurnar möppu með reikningum og öllum upplýsingum sem vert er að kynna í klúbbunum og hvetja þá sem ekki eru félagar í sjóðnum að ganga í þennann frábæra sjóð sem er besta líftrygging sem völ er á.
Stjórn var endurkjörin með lófataki. Að þessum aðalfundi loknum var tekið til við málstofur eins og oftast er á þingi til að fá fram hugmyndir frá okkar frábæra Kiwanisfólki til að vinna

eftir til framtíðar. Málefnin sem rædd voru, stefnumótun, K-dagur og framtíð K-dags og síðan og ekki síst Samfélagsmiðlar. Oft hafa komið góðar hugmyndir af svona málstofum en oftar en ekki hefur vantað eftirfylgni sem vonandi verður breyting á. Niðurstöður og punktar verða síðan kynntar á þingfundi á morgun.
 
TS.

FLEIRI MYNDIR HÉR