HSU í Vestmannaeyjum gefinn Gulumælir !

HSU í Vestmannaeyjum gefinn Gulumælir !


Í dag komum við saman á HSU í Vestmannaeyjum fulltrúar fra´
Kiwanisklúbburinn Helgafelli, Kvenfélaginu Líkn,  og Oddfellow Rbst. nr. 3 Vilborg og Oddfellow St. nr. 4, Herjólfur. Tilefnið var að afhenda Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum mæli til mælingar á gulu í ungabörnum. Mælar sem þessi kosta rúmlega 1,5 milljónir.
Fram kom í máli Bjarkar Steindórsdóttur, yfirljósmóður á HSU að slíkir mælar væru mjög mikilvægir. Með þeim má sjá hvort

gula sé að koma fram og þá meðhöndla mun fyrr en annars. Gulumælir (Bilichekmælir) nemur gulu frá húð ungabarnsins þ.e. mælir hversu mikla gulu barnið er með.
Það er lífshættulegt fyrir nýfædd börn að hækka of mikið í gulu og þetta er því mjög mikilvægt tæki til að fá áreiðanlegar niðurstöður, velja viðunandi úrræði eftir því hversu mikil gulan er hjá nýburanum. Þá er hægt að grípa með öruggum hætti inn í ferli sem áður þurfti alltaf blóðprufu til hér í Vestmannaeyjum eftir að gamli gulumælirinn varð úreltur. Þetta er einföld og örugg mæling sem hægt er að grípa til með mjög skjótum hætti og fá samstundis niðurstöður.
Þessi mælir gerir ljósmæðrum sem sagt kleift að mæla guluna með því að leggja nema á húð barnsins, skjóta fimm sinnum ljósi á húðina og fá niðurstöðu úr meðaltalsmælinum þessara 5 skota. Samskonar mælar og eru notaðir á Vökudeild Landspítalans og víðar.
Þessar mælingar fara aðalega fram á fyrstu tveimur vikum eftir fæðingu barnsins og getur sparað barninu margar stungur. Mælirinn er staðsettur hjá ljósmæðrum sem sjá aðalega um þessar mælingar sem og hafa eftirlit með gulu.
Félögin sem gáfu mælinn hafa í gegnum tíðina verið ómetanlegur bakhjarl HSU og verður seint fullþakkað fyrir þeirra framlag, Það var síðan Tómas Sveinsson forseti Helgafells sem afhenti gjöfina fyrir hönd félaganna og Björk Steindórsdóttir veitti henni viðtöku.