Lokafundur HÖFÐA fyrir sumarfrí.

Lokafundur HÖFÐA fyrir sumarfrí.


Lokafundur ásamt Aðalfundi Kiwanisklúbbsins Höfða fyrir sumarfrí voru haldnir í lok apríl, nánar tiltekið, fimmtudaginn 27. apríl s.l.  Fundirnir voru haldnir í Kiwanissalnum að Bíldshöfða með þokkalegri mætingu. Fundinn vitjaði svæðisstjóri Freyjusvæðis Steinn Lundholm.  Í fyrstu var settur 553 fundur klúbbsins með hefðbundnum hætti og eftir lestur fundagerðar var borin fram frábær matur og síðan góðar kaffi veitingar og meðlæti í boði afmælis félaga okkar Jóns Kjartans Sigurfinnssonar og var síðan fundi frestað.  Í framhaldi af matarhlé var Aðalfundur settur, sem fram fór með

hefðbundnum aðalfundarstörfum, kosning fundastjóra sem Jakob Marínósson var valin til og ritara sem Björgvin Andri Guðjónsson tók að sér.  Eftir lok á skýrsluskilum nefnda og forseta kom að stjórnarkjöri fyrir starfsárið 2023-24.  Í framboði til stjórnarsetu fyrir starfsárið 2023-2024 voru eftirfarandi félagar Höfða, sem einróma voru kosnir:
 
Forseti:                                  Steindór Geir Steindórsson.
Kjörforseti:                            Jón Kjartan Sigurfinnsson.
Ritari:                                    Sigurður Jóhannsson.
Féhirðir:                                Brynjólfur Gíslason.
Fráfarandi forseti:                Gestur Halldórsson.
Meðstjórnendur:                   Jakob Marínósson og Guðmundur Jóhann Gíslason.
 
Eftir stjórnarkjör frestaði fundarstjóri aðalfundi fram á haust, og í framhaldi var 553 fundi framhaldið þar sem afmælisbarni okkar var færð gjöf í tilefni 70tugs afmæli síns.  Að því loknu kom Brynjólfur féhirðir klúbbsins í pontu og tilkynnti félögum um afhendingu 250.000,- króna styrk til Borgarholtsskóla vegna útskriftaferðar nemenda sérnámsbrautar.
Að lokum kom í pontu svæðisstjóri Freyjusvæðis Steinn Lundholm með ávarpi, fræðslu og gamanmálum.  Kom fram hjá honum að þetta væri næst síðasti klúbburinn sem hann vitjaði á þessu starfsári, enn ætti eftir Bása á Ísafirði.  Eftir svæðisstjóra komu í pontu Jón og Jakob með gamanmál og brandara sem voru bæði prent og óprenthæfir, þannig að af því leiddi að Ómar Kristjánsson siðameistari Höfða færði klúbbnum siðgæðisbjöllu sem notuð yrði til viðvörunar    Þetta var góður fundur, frábær matur og veitingar og skemmtilegheit, og þökkum við Höfða-félagar svæðisstjóra Freyjusvæðis Steinn Lundholm fyrir nærveru sína.

FLUGRIT !


Gestur Halldórsson,  forseti Höfða.