Frá markaðs og kynningarnefnd
 ! 5 Nýir félagar í Hof

Frá markaðs og kynningarnefnd
 ! 5 Nýir félagar í Hof


Þann 15 mars síðastliðinn var markaðs og kynningarnefnd með kynningarfund hjá Hof í Garði og var sá fundur vel sóttur. Afrakstur fundarins var sá að 7 karlmenn og ein kona sóttu fundinn til að kynna sér Kiwanis og má segja að það sé vel gert. Á þeim fundi voru undirritaður og umdæmisstjóri, og tókum við að okkur að kynna Kiwanis hreyfinguna fyrir þeim er sóttu fundinn. Fyrir fundinn hafði kynningar og markaðsnefnd kynnt fyrir Hofsmönnum bækling sem nefndin var að hanna.  Í framhaldi af því létu Hofsmenn gera

bækling sem nefndin hannaði fyrir þá og borinn var út í hús í Garði og Sandgerði, og boðað var til sérstaks kynningarfundar. Afrakstur þess kynningarfundar varð ljós í kvöld 26.04.2023 þar sem 5 nýir félagar gengu til liðs við Kiwanisklúbbinn Hof og vil ég bjóða þá velkomna og óska Hofsmönnum til hamingju. Í svona litlum klúbb er fjölgun um 5 félaga kærkomin, en það er um 62% fjölgun. Þá er einnig gleðilegt að segja frá því að 2 eru að bíða á kantinum en þeir komust því miður ekki í kvöld. Ef þessir tveir ganga inn í Kiwanisklúbbinn Hof þá er fjölgun hjá þeim 87,5% Ég vil þakka þann heiður er Hofsfélagar veittu mér í kvöld en ég fékk þann heiður að sjá um inntöku þessara félaga hjá þeim. Framtíðin er björt hjá Hof.

Formaður kynningar og markaðsnefndar
Eiður Ævarsson