Stefnumótunarfundur 18 mars 2023

Stefnumótunarfundur 18 mars 2023


Kjörumdæmisstjóri Björn Bergmann Kristinnsson boðaði til stefnumótunarfundar að Bíldshöfða 12 laugardaginn 18 mars og hófst fundunrinn kl 10:30. Um 16 manns mættu á þennann fund og einhverjir ætluðu að vera á Teams en erfileikar voru með netið og skjávarða þannig að það fór lítið fyrir þeim lið.
Fundurinn er liður í gerð nýrrar stefnumótunar umdæmisins sem gilda á til 2027, og er hún endurskoðuð árlega ef taka þarf inn nýja liði og breyta öðrum eftir tíðarandanum. Markmið umdæmisins er að efla, styrkja og viðhalda fjölda Kiwanisfélaga í umdæminu og ná því að fjölga félögum í 1000 fyrir árið 2027 sem er raunfjölgun um 50 félaga á ári.
Fundarmönnum var skipt í 4 hópa og málin rædd og

flokkuð niður eftir ásýnd, fræðslu, fjölgun og þjónusta og voru málin rædd og síðan hópum róterar en sami stjórnandi stýrði hverjum hóp fyrir sig. Stjórendur hópa voru Guðlaugar Kristjánsson, Eyþór Kr. Einarsson, Eiður Ævarsson og Björn Bergmann. Þetta var góður fundur í alla staðir en við hefðum viljað sjá fleiri mæta til leiks og taka þátt í þessu þarfa verkenfni sem stefnumótun er.

TS.