Hekla styrkir Íþróttasamband fatlaðra og Ljósið.

Hekla styrkir Íþróttasamband fatlaðra og Ljósið.


Styrktarnefnd og forseti Heklu heimsóttu á miðvikudaginn 4. maí  Íþróttasamband fatlaðra og Ljósið, endurhæfingamiðstöð krabbameinssjúkra.  Hekla hefur í fjöldamörk ár styrkt báða þessa aðila með fjárframlögum.  Hafa þessi félagasamtök stundum verið  aðalstyrkþegar í framhaldi af Lambaréttadegi klúbbsins en í önnur skipti hafa þeir verið að fá minni framlög en þó fengið styrki á hverju ári.
Að þessu sinni færði Hekla hvorum aðila um

sig styrk að upphæð kr. 250 þúsund og lýstu móttakendur báðir miklu þakklæti og sögðu að þessar gjafir Heklu kæmu sér vel fyrir þeirra starf.