Hekla styrkir Grensásdeild Landspítalans.

Hekla styrkir Grensásdeild Landspítalans.


Einn fjölmargra aðila sem styrktir eru af Kiwanisklúbbnum Heklu eru Grensásdeild Landspítalans, sem á liðnum árum hefur iðulega notið styrkja klúbbsins vegna kaupa ýmis konar áhalda og tækja.  Nýverið heimsóttu forseti klúbbsins, Birgir Benediktsson og formaður styrktarnefndar, Ólafur G Karlsson, Grensásdeildina og komu færandi hendi með göngugrindur sem þeir færðu

deildinni að gjöf.


Á meðfylgjandi mynd eru þeir Birgir og Ólafur ásamt ásamt Ídu Braga Ómarsdóttur yfirsjúkraþjálfara Grensásdeildar, sem tók við göngugrindunum fyrir þeirra hönd.