Umdæmisstjórnarfundur 18 febrúar 2023.

Umdæmisstjórnarfundur 18 febrúar 2023.


Umdæmisstjóri setti fund kl 10:30 og byrjaði á því að minnast Konnýar Hjaltadóttur sem lést síðastliðinn fimmtudag og bað hún fundarmenn um að rísa úr sætum og votta Konný virðingu ! Umdæmisstjórn sendir Óskari Guðjónssyni og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur.
Síðan var tekið til við hefðbundna dagskrá og flutti því næst Umdæmisstjóri sína skýrslu og fór yfir sitt starf frá síðasta fundi Umdæmisstjórnar. Jóhanna sagði að allir Umdæmisstjórar Evrópu hefðu sent bréf til Kiwanis International og mótmælt hækkun gjalda. Umdæmisritari kom næst í pontu og fór yfir sína skýrslu og sagði m.a að 13 klúbbar eiga eftir að skila skýrslum en Freyjusvæði stendur upp úr í skýrsluskilum eins og staðan er í dag. Fjöldi félaga í hreyfingunni er í dag 713 félagar. 
Umdæmisféhirðir kom næstur og fór yfir sitt starf samkvæmt sýnu erindisbréfi og er staðan bara góð, og sagði Benedikt jafnframt að kjörumdæmisstjóri væri búinn að biðja hann um að sitja áfram í

næstu stjórn sem hann ákvað að gera. Kjörumdæmisstjóri talaði næstur og sagði frá sínu starfi og það sem á hanns daga hafi dryfið við undirbúningi fyrir þetta mikla starf, Björn sagði jafnframt m.a að hreyfingin þyrfti nýtt sameiginlegt fjáröflunarverkefni til að skerpa á starfinu. Björn talað jafnframt um stefnumótun en Kjörumdæmisstjóri er formaður Stefnumótunarnefndar. Björn sagði að KI væri hætt að styrkja viðburði  t.d eins og fjölgunarráðstefnu sem er fyrirhuguð og því verður væntanleg fjölgunarráðstefna minni í sniðum en lagt var upp með í byrjun. Guðlaugur verðandi kjörumdæmisstjóri talaði næstur og fór yfir sinn undirbúning, Guðlaugur sagðist vera kominn með einn nýjan klúbb til stofnunar á næstu árum. Næst var komið að Svæðisstjórunum og hóf Steinn svæðisstjóri Freyjusvæðis flutning á sinni skýrslu, Kristinn Örn svæðisstjóri Óðinssvæðis fór næst yfir starfið í sínu svæði, og þar á eftir ávarpaði svæðisstjóri Færeyjasvæðis Petur Olivar í Hoyvik fundinn af Teams og sagði frá starfinu í Færeyjum sem er öflugt um þessar mundir eins og ávalt. Ólafur Hjálmarsson svæðisstjóri Ægissvæðis tók næstur til máls og sagðist m.a vera að reyna að nota fjarfundi til að fá yfirlit yfir starfið. Svæðisstjóri Sögusvæðis var forfallaður og reiknum við með að heyra frá honum síðar.
Undir liðnum umræður um skýrslur Umdæmisstjórnar, tók Inga Umdæisritari til máls, eins Umdæmisstjóri, Eyþór formaður fræðslunefndar tók til máls og lýsti yfir ánægju með skýrslur stjórnarmanna. Guðlaugur tók til máls um þennann lið og fannst vanta að ritarar gefi upp tímafjölda sem fer í verkefni við fjáraflanir o.fl. Steinn kom upp og ræddi fjáröflun, styrki og vinnustundirí skýrslum. Kristinn Örn tók til máls um skýrslur og að menn mættu vanda sig meira við skýrslugerð almennt og gera þetta að rútínu. Kristján G Jóhannsson tók til máls um skýrslur og sagði þetta ekki vera nógu skýrt þegar þetta var gert rafrænt og saknaði gamla Exelskjalsins. Tómas tók til máls um breytinga í félagatalinu og þyrfti að senda það út mánuði áður en það færi í prentun til þess að nauðsynlegar leiðréttingar kæmu upp á yfirborðið.
Skýrslur nefndarformanna voru næst á dagskrá og hóf Eyþór formaður fræðslunefndar þennann dagskrárlið og sagði frá starfi fræðslunefndar Eyþór vill að fræðsla embættismanna fari fram á föstudegi á þingi. Ástbjörn Egilsson tók næstur til máls og sagði engin erindi hafa borist Laganefnd, en nefndin ætlar að hittast og lesa yfir lögin og sjá hvort breytinga sé þörf á ýmsum köflum og það sem þarf að endurskoða. Björn kom næstur fyrir þingnefnd en formaður var forfallaður og fór Björn yfir það starfið sem er komið vel á veg. Björn flutti líka skýrslu Kynningar og markaðsnefndar í forföllum Eiðs Ævarssonar. Tómas tók til máls um vefinn og Kiwanisfréttir og Benedikt tók til máls um skýrslur nefndarformann. Guðlaugur tók til máls um skýrslur og fleira í sambandi við þýðingar við KI. Ástbjörn tók til máls og sagði staðreynd að allt fer í hringi og átti hann þá við þýðingar og leiðbeiningar á skýrslum.
Eftir matarhlé var komið að erindi Pietasamtakana en Baldvin Þór hóf erindið og fór yfir hvað samtökin væru að gera og hvað þau standa fyrir, Baldvin sagði að Kiwanishreyfingin ætti stórann þátt í að koma starfsemini á laggirnar og nú væri búið að setja upp starsstöð á Akureyri líka. Kristín framkvæmdastjóri tók líka til máls og sagði frá samtökunum og þeim krafti sem þau búa yfir.
Kristín svaraði síðan spurningum frá fundarmönnum um þau mál sem snúa að samtökunum.
Uppgjör K-dags var næst á dagskrá og hafði formaður K-dagsnefndar sent undirskrifað eintak á umdæmisstjóra. Jóhanna fór síðan yfir uppgjörið og lagði fyrir fundinn.
Uppstillingarnefnd var til umræðu næst og þeir sem voru tilnefndir voru Ástbjörn Egilsson formaður, Dröfn Sveinssdóttir og Tómas Sveinsson. 
Undir liðnum önnur mál ræddi Benedikt Umdæmisféhirðir um salinn og leigutekjur af honum og kostnaðinn við að halda salnum  við, en að mati hanns þarf að skerpa á þessum málum.  Miklar umræður urðu í framhaldi um þessi mál.
Steinn svæðisstjóri Freyjusvæði talaði um íbúðir á austuganginum og þær drægju úr leigumöguleikum.  Kristinn Örn tók til máls og spurði um ungliðaráðstefnu Kiwanis og hvar slík ráðstefna ætti að vera og sagði að Kaldbakur hafi styrkt ungann mann til farar á svona ráðstefnu, Kristinn talaði líka um útfáfu á bæklingi til kynningar á hreyfingunni og hafa eina síðu í honum til kynningar á hverjum klúbbi fyrir sig.
Björn Bergmann tók til máls og sagði frá bæklingi sem gerður var suður með sjó og á að dreifa honum í öll hús í Garðinum og halda síðan kynningarfund. Að þessum lið önnur mál loknum sleit Jóhanna Umdæmisstjóri fundi kl. 14:25
 
TS.

MYNDIR HÉR