Bókakynningar hjá Heklu

Bókakynningar hjá Heklu


Á alennum fundi í Kiwanisklúbbnum Heklu, sem haldin var 23 nóvember sl fékk klúbburinn í heimsókn rithöfundana Sigmund Erni Rúnarsson og Þorkel Guðmundsson, sem kyntu bækur þær sem þeir eru að gefa út nú fyrir jólin.  
Þorkell er höfundur bókarinnar “Pabbabrandarar”, en hann samdi einn brandara á dag yfir eins árs tímabil og eru þessir 365 brandarar nú komnir út á bók, sem hann las úr fyrir fundargesti.  
Sigmundur Ernir er að gefa út bókina “Spítalastelpan”, sem 

segir uppvaxtarsögu Sigurvinu Guðmundu Samúelsdóttur, sem ung að árum veiktist af berklum í hrygg og var í framhaldi af því vistuð á sjúkrahúsi á Ísafirði, fjarri fjölskyldu sinni sem hún vissi næsta lítið af næstu árin, á meðan hún barðist við þennan skelfilega sjúkdóm.  Sigmundur las kafla úr bókinn og svaraði fyrirspurnum sem henni tengdust.  
Var gerður góður rómur að flutning höfunda úr verkum þeirra og í lok fundar gafst fundarmönnum kostur á að festa sér eintak og voru margir sem nýttu sér það.