Virkniþing á Suðurnesjum

Virkniþing á Suðurnesjum


Virkniþing var haldið fyrir íbúa Suðurnesja þann 9. Nóvember. Á Virkniþinginu voru frjáls félagasamtök, ríki og sveitarfélög með kynningarbása þar sem þau kynntu þá virkni sem þau bjóða upp á. Formaður kynningar og markaðsnefndar umdæmisins, Kiwanisklúbburinn Keilir og Kiwanisklúbburinn Varða tóku þátt, en virkniþingið var opið öllum íbúum. Allir íbúar voru hvattir til þess að

mæta og kynna sér hvað er í boði á Suðurnesjum og má segja að okkur hafi verið vel tekið af íbúum. Nú er bara að vona að þessi kynning beri einhvern ávöxt.

 


Eiður Ævarsson Formaður kynningar og markaðsnefndar