Svæðisráðsfundur og ritarafræðsla í Sögusvæði !

Svæðisráðsfundur og ritarafræðsla í Sögusvæði !


Í dag laugardaginn 29 október var svæðisráðsfundur haldinn í Sögusvæði og var hann haldinn að Bíldshöfða 12 í Reykjavík. Ágætis mæting var á fundinn sem svæðistjóri Jón Áki Bjarnason setti um ellefuleytið og að venju var byrjað á að lesa fundagerð síðasta fundar sem haldinn var í maí í Vestmannaeyjum. Jón Áki flutti síðan sína skýrslu og bauð síðan upp á umræður um skýrslur og eða bæta einhverju við skýrslurnar og stikla á stóru um starfið og tóku allir forsetar eða ritarar til máls og er greinilegt að starfið er að fara vel á stað og áhugi að aukast á starfinu. Eyþór Einarsson formaður fræðslunefndar, Jóhanna María Einarsdóttir Umdæmisstjóri og 

Björn Bergmann kjörumdæmisstjóri voru gestir fundarinns og tóku til máls og öll lofuðu þau Búrfellsmenn fyrir frábært þinghald sem erfitt verður að toppa. Nokkurir tóku til máls undir liðnum önnur mál og Jón Áki svæðisstjóri sleit síðan fundi um hálf tvö.

Í kjölfarið tók fræðslunefndin við þau Eyþór og Líney ásamt Umdæmisstjóra og kjörumdæmisstjóra við stjórnartaumunumn og hófu að fræða embættismenn eða nánar tiltekið klúbbritarar í Sögusvæði.

TS.