50 ára afmæli Elliða.

50 ára afmæli Elliða.


Afmælisfundurinn nr 947 var haldinn hjá Elliða 22.október 2022
Elliði var stofnaður 23.október 1972 og er móðurklúbbur hans Hekla. Stjórn Elliða var kjörin og sett
inn til tveggja ára á síðasta starfsári svo það eru ekki stjórnarskipti á þessu ári. Í tilefni afmælisins
styrktum við í Elliða Píeta samtökin um eina milljón og veitti Benedikt Þór Guðmundsson
verkefnisstjóri samtakanna styrknum viðtöku en við

í Elliða vorum fyrsti klúbburinn til að styrkja
samtökin 2017 í Kringlunni að viðstöddum forseta íslands Það voru heiðraðir tveir stofnfélagar þeir
Sigmundur Smári Stefánsson og Sæmundur Helgi Sæmundsson og aðstoðaði Umdæmisstjóri Jóhanna
María Einarsdóttir forseta Elliða Skæring M. Baldursson við það. Þorgeir Kjartansson fékk
farandbikarinn Brautryðjandann afhentann til varðveislu í eitt ár. Umdæmisstjóri Jóhanna María
Einarsdóttir afhenti forseta Elliða Skæringi M. Baldurssyni gjafabréf í styrktarsjóð Elliða upp á kr.
þrjátíu þúsund frá Kiwanisumdæminu Ísland-Færeyjar. Einnig ávörpuðu Svæðisstjóri Freyjusvæðis
Stein G. Lundholm, Sigurður R. Pétursson frá Heklu og Sæmundur H Sæmundsson formaður
Afmælisnefndar fundinn en að því loknu kom Bjössi Trúbador að skemmta okkur og tók allnokkur lög
og skapaðist mjög góð stemning og sumir sungu jafnvel með………..

MYNDIR HÉR

BB blaðið

Frétt í Breiðholtsblaðinu