50 ára afmæli Herðubreiðar

50 ára afmæli Herðubreiðar


Eins og áður hefur komið fram verður svæðisráðsfundur í Óðinssvæði haldinn laugardaginn 19. nóvember að Fosshótel Mývatn í Mývatnssveit.  Nánari upplýsingar koma síðar c.a. um næstu

mánaðamót. 
 
                                                                 50 ára afmæli Herðubreiðar
 
Ástæða þessa pósts núna er að í sambandi við svæðisráðsfundinn verður þess minnst að 50 ár eru liðin frá stofnun Kiwanisklúbbsins Herðubreiðar. Lögð hefur verið inn pöntun fyrir gistingu á Fosshótel Mývatn 18. og 19. nóv. ef fólk vill gista eina eða tvær nætur. Verð fyrir tveggja manna herbergi er kr. 18.600 pr. nótt og einsmanns herb. kr. 16.300 pr. nótt, morgunverður er innifalinn.  Þriggja rétta kvöldverður á 50 ára afmælishófi Herðubreiðar er kr. 7.900 pr. mann.  Hótelið óskar eftir bókunum vegna gistingar fyrir 19. október. Netfang: lilja.dis@fosshotel.is, sími 453.0000 (Lilja Dís). Herðubreiðarfélagar verða með einhverskonar afþreyingu fyrir gesti á laugardeginum.  Ef nánari upplýsinga er óskað má hafa samband við Halldór í síma 897-4499 eða netf. halldorhas@simnet.is , nánari upplýsingar koma síðar.