Helgafell styrkir Björgunarfélag Vestmannaeyja.

Helgafell styrkir Björgunarfélag Vestmannaeyja.


Í dag kom til hafnar í Vestmannaeyjum björgunarskipið Þór, en þetta er fyrsta skipið í endurnýjun Landsbjargar á björgunarskipum um landið. Skipið fékk höfðinglegarmóttökur og tók fjölmenni á móti þessu nýja björgunarskipi við komuna til Eyja. Gestum var boðið að skoða skipið að lokinni stuttri athöfn þar sem séra Guðmundur Örn blessaði skipið og afhenti sjóferðabæn og bátnum var gefið formlega nafn. Síðan var athöfn á Veitingahúsini Tanganum þar sem formaður Landsbjargar, Bæjarstjóri Vestmannaeyja og 

fleiri tóku til máls og þar á meðal Tómas Sveinsson forseti Helgafells sem mætti til þessarar móttöku ásamt góðum félögum úr klúbbnum. Tilefnið var að afhenda fjárstyrk upp á eina milljón króna til að kaupa búnað í hið nýja björgunarskip, og er þá verið að tala um sérútbúna galla. Formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja Arnór Arnórsson veitti styrknum viðtöku og þakkaði Helgafelli fyrir hlýhug og góðann stuðning við félagið