Forseti Íslands tekur við fyrsta K-lykli 2022 !

Forseti Íslands tekur við fyrsta K-lykli 2022 !


Í dag kl 15:00 fór fram athöfn að Bessastöðum að viðstöddum blaðamönnum og sjónvarpstökumönnum, þar sem Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson veitti fyrsta k-lykli viðtöku en þetta er upphaf landssöfnunar Kiwanishreyfingarinnar “ Lykill að lífi ¨sem er til styrktar geðverndarmálum í landinu. Þetta er í 16 skiptið sem söfnunin fer fram og verður aðalsöfnunarhelgi okkar 20. til 22. maí.
Nú mun umfjöllun fara á fullt en 

við héldum að okkur höndum þessa vikuna vegna alls kosningaáróðurs sem er í umferð vegna sveitarstjórnarkosninga um þessa helgi.
Ágæta Kiwanisfóka tökum nú saman höndum og lyftum grettistaki eins og ávalt við þessa söfnun í þágu geðverndarmála.

K-dagsnefnd.