Umdæmisstjórnarfundur laugardaginn 19 febrúar 2022.

Umdæmisstjórnarfundur laugardaginn 19 febrúar 2022.


Umdæmisstjóri setti fundinn kl 10.35 og afhenti Birni Bergmann fundarstjórn. Og hóf Björn fundinn á því að biðja menn um að kynna sig bæði þeir sem eru í sal og þeir sem eru á Teams. Umdæmisstjóri hóf síðan dagskrá á flutningi sinni skýrslu og sagði frá því sem hann hefur verið að gera frá síðasta umdæmisstjórnarfundi m.a í hanns máli vill hann fjölmenna á Evrópuþingið í Vínarborg og styðja við bakið á Gunnsteini og framboð hanns til Evrópuforseta. Björn fór yfir skýrslu umdæmisritara vegna fjarveru Guðna, og  Jóhanna kjörumdæmisstjóri  kom næst með skýrslu umdæmisféhirðis í fjarveru Svavars en hann er með Covid. Jóhanna kom síðan aftur upp í pontu  með sína skýrslu sem kjörumdæmisstjóri.
Næst voru umræður opnaðar um 

skýrslur stjórnar, Gunnsteinn tók til máls, og kallaði eftir kynningu á hreyfingunni og nota K-daginn í þeim efnum.
Skýrslur svæðisstjóra voru næst á dagskrá og byrjaði Eiður Ævars fyrir Ægissvæði, Helgi Pálsson svæðisstjóri Óðinnsvæðis kom næstur í pontu og fór yfir starfsemina í svæðinu. Svæðisstjóri Freyjusvæðis Ásvaldur Jónatansson kom næst með sýna skýrslu um starfið í Freyjusvæði. Hilmar Joensen flutti sína skýrslu frá Færeyjasvæði á Teams. Að loknum skýrlum svæðisstjóra var opnuð umræða um skýrslur svæðisstjóra tóku til máls Tómas Sveinsson, Benidikt Kristjánsson og Jóhanna sem sagði góð skil á mánaðarskýrslum klúbba.
Eins og áður voru allar skýrslur sendar út rafrænt og fundarmenn því búnir að lesa yfir allar skýrslur, þannig að fundarstjóri opnaði því næst umræður um skýrslur nefnda og kom Stefán B Jónsson upp í sambandi við Office, og Tómas um vefsíðugerð en nýjar hugmyndir eru þar á ferð.
K dagur var næstur á dagskrá og sagði Hjalti Árnason formaðurinn frá því sem búið er að gera og er á döfinni, og að hanns flutningi loknum  voru opnaðar umræðu um K-dag og tók Jóhanna til máls og spurði út í posahugmynd k-dagsnefndar og svaraði Hjálti þeim fyrirspurnum sem fram komu. Stefán B Jónsson kom upp og sagði frá sinni reynslu í þessu nýja posamáli. Eyþór kom í pontu og talaði um posamál og K-daginn. Ólafur Jónsson tók til máls um K-dagsmál. Gunnsteinn talaði um k-dagsmálin og lykil að lífi. Eiður Ævarsson kom næstur og stóð með því sem Hjalti og K-dagsnefnd eru að gera. 
Fleiri tóku til máls undir þessum lið og má þaðr nefna Umdæmisstjóra. Tómas, Jóhanna, Helgi Pálsson, Óskar Guðjónsson og Gunnsteinn.
Að umræðum loknum var borin upp tillaga í tveimur liðum sem samþykktar voru og má sjá í fundagerð.
Tillaga að uppstillingarnefnd var gerð og samþykkt en nefndina skipa Gunnsteinn Björnsson, Haukur Sveinbjörnsson og Tómas Sveinsson.
Undir liðnum önnur mál kom m.a Eiður Ævarsson og sagði frá væntanlegur Kótilettukvöldi Keilis sem má sjá á www.kiwanis.is
Að þessu loknu sleit Umdæmisstjóri fundi þegar klukkan var farinn að gagna tvö, en á eftir kemur aukaþing sem boðað er vegna framboðs Gunnsteins til Evrópuforseta Kiwanis.

TS.

FUNDAGERÐ OG SKÝRSLUR MÁ NÁLGAST HÉR !