Hekla styrkir Björgunarsveitina Ársæl.

Hekla styrkir Björgunarsveitina Ársæl.


Heklufélagar heimsóttu Björgunarsveitina Ársæl í björgunarmiðstöð þeirra úti á Granda, skoðuðu þar aðstöðuna og tækjakost og afhentu sveitinni staðfestingu á styrkveitingu Heklu til björgunarsveitarinnar.
Hekla og Björgunarsveitin Ársæll hafa í mörg undanfarin ár haft samstarf um flugeldasýningu á Þrettándanum við Hrafnistuheimilin í Hafnarfirði og á Laugarási í Reykjavík.  Í tengslum við

þessa sýningu hefur sveitinni verið afhentur styrkur til stuðnings starfsemi björgunarsveitarinnar. 
Að þessu sinni hagaði svo til að vegna veðurs var ekki hægt að skjóta upp flugeldum og féll sýningin því niður.  Það var þó ákveðið að eftir sem áður yrði starfsemi björgunarsveitarinnar styrkt og var því haldið í framangreinda heimsókn þann 12. Janúar síðastliðinn, til að afhenda björgunarsveitinni styrk Heklu.