Nýir félagar í Helgafell !

Nýir félagar í Helgafell !


Félagsmálafundur var haldinn í gærkvöldi þann 3 febrúar og var mjög góð mæting en ekki hefur verið hægt að funda í Helgafelli síðan 12 nóvember s.l og voru félagar ánægðir að vera komnir í Kiwanisstarfið aftur. Þar sem þorrablótið okkar var aflýst í ár ákvað stjórnin að breyta til og bjóða upp á þorrahlaðborð svo félagar fengju nú súrmað og allt sem tilheyrir góðum þorramat, en það var félagar úr þorrablótsnefnd Grímur Kokkur og Sigvard Hammer sem sáu um matinn sem var gjörsamlega frábær og 

berum við þeim bestu þakkir fyrir.
Að loknum venjulegum fundarstörfum var komið að því að afhenda Kára Hrafnkelssyni gjöfina vegna 50 ára afmælis sem var reyndar á síðasta ári en vegna Covid hefur honum ekki verið afhent fánastöngina góðu, en Haraldur Bergvinsson forseti síðasta starfsárs sá um að afhenda Kára gripinn. Næst var komið að þeim ánægjulega viðburði að taka inn tvo nýja
félaga þá Hólmgeir Austfjörð og Jón Óskar Þórhallsson en hann hefur verið áður Helgafellsfélagi, við bjóðum þessa nýju félaga velkomna í Kiwanishreyfingun og væntum mikils af þeim í framtíðinni. Forseti kynnti síðan tvær nýjar umsóknir í klúbbinn og eru það ungir menn fæddir 91 og 92 svo framtíðin er björt.

TS.

 

 

 

FLEIRI MYNDIR HÉR