Umdæmisstjórnarfundur 28 nóvember 2021

Umdæmisstjórnarfundur 28 nóvember 2021


Sunnudaginn s.l 28 nóvember var haldinn umdæmisstjórnarfundur en þessi fundur var á dagskrá laugardaginn 20 nóveber en varð að fresa honum vegna Evrópustjórnarfundar sem Pétur Jökull umdæmisstjóri þurfti að sækja til Belgíu. Pétur Jökull umdæmisstjóri setti fundinn upp úr 10.30 en smá byrjunarörðuleikar urðu með tengingu þar sem nokkur hluti stjórnarmanna var á Temas fjarfundarkerfinu. Umdæmisstjóri bað fundarmenn um að kynna sig og hóf síðan fund á yfirferð um sína skýrslu og í kjölfarið komu umdæmisritari og umdæmisféhirðir en Jóhanna María Einarsdóttir kjörumdæmisstjóri fór yfir þá skýrslu í fjarveru Svavars sem jú var á Teams. Að því loknu flutti Jóhanna sína skýrslur og 

 stefnumótunarnefndar. Umdæmisstjóri opnaði síðan umræður um skýrslur stjórnarmanna og voru nokkurar fyrirspurnir, og í kjölfarið voru skýrslur nefnda til umræðu en þetta verður hægt að skoða nánar þegar fundargerð er kominn frá umdæmisritara.
Umdæmisstjóri fór aðeins yfir Evrópumáli og hvað væri að gerast þar, K-daginn í fjarveru formanns nefndarinnar sem átti ekki heimagegnt. Fundinum laus síðan með liðnum önnur mál þar sem nokkurir tóku máls, en eins og ég segi má sjá þetta nánar þegar fundagerð er klár, en allar skýrslur má nálgast hér að neðan,

TS.
Skýrslur HÉR  (ef þið hafið ekki aðgang þá sendið fyrirspurn á vefstjori@kiwanis.is)