Jörfi styrkir Bjarka Fannar og fjölskyldu myndarlega !

Jörfi styrkir Bjarka Fannar og fjölskyldu myndarlega !


Bjarki Fannar er 14 ára drengur á Akranesi, sonur Hjalta Arnar Jónssonar og Myrru Gísladóttur. Bjarki fæddist með sjaldgæfan hjartagalla og er á leið í sína þriðju opnu hjartaaðgerð í Boston í byrjun desember. Hann er næst elstur fimm systkina og þarf Bjarki að dvelja í Boston í þrjár til fjórar vikur eftir aðgerð og verður fjölskyldan því í Bandaríkjunum yfir jólin. Því fylgir mikill kostnaður fyrir fjölskylduna og því ákváðu félagar í Kiwanisklúbbnum Jörfa í Árbæ að styrkja fjölskylduna myndarlega nú á dögunum. „Kjörorð Kiwanis eru „Börnin fyrst og fremst“ og í ljósi þess þótti

okkur tilvalið að styrkja þetta málefni,“ segir Bernharð Jóhannesson, Borgfirðingur og einn af meðlimum í Kiwanisklúbbnum Jörfa í samtali við Skessuhorn. Félagið hefur í gegnum árin styrkt hin ýmsu málefni tengd börnum, til dæmis Barnaspítala Hringsins og félag lesblindra. „En okkur langar frekar að styrkja einstaklinga beint og þegar við heyrðum af þessum raunum Bjarka fannst okkur það tilvalið málefni,“ segir Bernharð.
Þess má einnig geta að Pollur Bílaþvottur á Akranesi ætlar að styrkja Bjarka Fannar helgina 20.-21. nóvember næstkomandi. Þá mun allur ágóði af þrifum renna til fjölskyldu Bjarka Fannars.
Fyrir þá sem vilja leggja málefninu lið er bent á að styrktarreikningur fjölskyldunnar er:


Reikningur: 0326-13-110061. Kt: 310807-2140.
www.skessuhorn.is greindi frá