Sviðaveisla Kiwanisklúbbsins Bása

Sviðaveisla Kiwanisklúbbsins Bása


Húsfyllir var á árlegri sviðaveislu Kiwanisklúbbsins Bása á Ísafirði, semnvar haldin 30. október.  Veislan er fastur liður í starfi klúbbsins og búin að vinna sér ákveðinn sess í bæjarlífinu.  Félagar í klúbbnum sjá um öflun og verkun sviðanna og eiga að góða vini í hópi tómstundabænda á svæðinu.    Fjáröflun klúbbsins til góðgerðarmála byggir að stóru leyti á sviðaveislunni og auk þess sjávarréttakvöldi að vori. Fyrirtæki á svæðinu hafa verið velviljuð klúbbnum og

 eiga þau þakkir skilið fyrir góðan stuðning.  Sérstakir gestir sviðaveislunnar voru umdæmisstjóri Kiwanisumdæmisins Ísland- Færeyrjar, Pétur Jökull Hákonarson og svæðisstjóri Freyjusvæðis, Ásvaldur Jónatansson.   Þeir félagar sáu einnig um stjórnarskipti í Básum, en stjórn skipa nú  Kristján Andri Guðjónsson forseti,  kjörforseti Kristján Loftur Bjarnason,  fráfarandi forseti Gunnlaugur Finnbogason, ritari Gunnlaugur Gunnlaugsson, féhirðir Ævar Einarsson.   

Hlaðborðið á sviðaveislunni, ný, reykt og “slegin”svið