Heklufélagar með stjórnarskiptafund !

Heklufélagar með stjórnarskiptafund !


Fimmtudaginn 23. september sl. voru Heklufélagar með fund þar sem þeir sameinuðu skýrsluskil og stjórnarskipti ásamt því að taka inn nýja félaga.
Fundurinn var haldinn í sal Drúída í Mjódd og var þetta matarfundur og eiginkonum boðið.
First lásu formenn nefnda skýrslur sínar  síðan afhenti Konný Hjaltadóttir forseta Sighvati Halldórssyni fjölgunarbikarinn og viðurkenningu um 

fyrirmyndarklúbb frá umdæminu. Þá var komið að inntöku nýrra félaga sem Óskar Guðjónsson sá um. Teknir voru inn 4 nýir félagar og þá höfum við tekið inn 7 nýja félaga á þessu starfsári. Nýir félagar boðnir velkomnir og munu þeir styrkja klúbbinn verulega.
Að lokum var stjórnarskipti, það var Ásvaldur Jónatansson svæðisstjóri Freyjusvæðis sem sá um það. Stjórn Heklu fyrir starfsárið 2021-2022 er, forseti Birgir Benediktsson, kjörforseti og ritari Ingólfur Friðgeirsson, vararitari Hrafn Jökulsson, gjaldkeri Stefán K. Guðnason, meðstjórnendur Sigurður R. Pétursson, Oddgeir Indriðason, Pétur Már Pétursson og Garðar Hinriksson, fráfarandi forseti Sighvatur Halldórsson. 

Kiwanisklúbburinn Hekla.