51. þingfundur 18 september 2021

51. þingfundur 18 september 2021


Petur Olivar setti fund kl 11:00 og byrjaði á því að biðja fundarmenn að rísa úr sætum og minnast látinna félaga, að því loknu lét hann fundarstjórn í hendur Gunnsteins Björnssonar. Gunnsteinn hóf fundinn með því að fara yfir hefðbundin atriði og kynna kjörnefnd sem Óskar Guðjónsson, Haukur Sveinbjörnsson og Helgi Pálsson skipuðu og í kjörbréfanefnd voru eftirfarandi aðilar, Dröfn Sveinsdóttir, Eiður Ævarsson og Guðni Guðmundsson. Næsta var komið að skýrslu umdæmisstjóra og stiklaði Petur Olivar á stóru yfir sína skýrslu og starfsár, sem var litað af Covid og lítið hægt að ferðast til Íslands í heimsóknir o.fl.
Umdæmisritari Emelía Dóra kom næst með 

sína skýrslu og tölfræði úr gagnagrunni, og sagði m.a að skýrsluskil  hafa verið þokkaleg og jafnframt kallaði umdæmisritari  eftir þeim skýrslum sem ekki hafa borist. Umdæmisféhirðir Svavar Svavarsson fór yfir sína skýrslu og sagðist jafnframt verða féhirðir næsta starfsár líka í stjórn Péturs Jökuls. Næst opnaði Gunnsteinn umræður um skýrslur embættismanna og komu engar fyrirspurnir undir þessum lið hvorki á Teams né úr sal.
Umdæmisféhirðir Svavar Svavarsson fór því næst yfir reikninga starfsársins 2019-2020. Næst opnaði Gunnsteinn fyrir umræður um reikningana og spurði Petur Olivar um eitt atriði og að því loknu voru reikningarnir bornir upp til samþykkis, og voru þeir samþykktir með miklum meirihluta. Næst var komið að fjárhagsáætlun næsta starfsárs og fór féhirðir yfir hana og útskýrði það sem þurfti, en lokinni  yfirferð las féhirðir upp breytingartilögu um að fella niður íslensku félagsgjöldin á næsta starfsárs. Breytingartillagan var borinn upp og samþykkt. Fyrirspurn kom upp hvernig á að fjármagna þessa tillögu og útskýrði Svavar málið. Petur Olivar kom með fyrirspurn sem féhirðir svaraði, og að því loknu var Fjárhagsáætlun borin upp til atkvæða og samþykkt mótatkvæðalaust. 
Undir liðnum kjör skoðannamanna reikninga vorur sömu aðilar samþykktir einróma.
Næst var staðfesting umdæmisstjóra 2021 2022 og flutti Pétur Jökull ávarp og sagðist halda áfram því góða starfi sem forverar hafa haldið uppi. Næst á dagskrá kosning kjörumdæmisstjóra sem er Jóhanna María Einarsdóttir og flutti Jóhanna ávarp og kynnti sig og sín stefnumál. Jóhanna var samþykkt með lófaklappi. Því næst var kynnt framboð Björns Bergmanns Kristinnssonar úr Keili sem verðandi kjörumdæmisstjórnar, og þar sem Björn var ekki viðstaddur kynnti hann sig fyrir fundarmönnum á myndbandi, og Björn var staðfestur í embætti með lófataki. Staðfesting stjórnar var næst á dagkrá og voru stjórnrmenn kallað upp og gefið gott lófatak. Staðfest var næsta þing á Selfossi 2022, og í staðarfvali  2023 var Reykjanesbær kynntur mðe myndbandi. Undir liðnum viðurkenningar sáu Umdæmisstjóri og umdæmisritari. Fjölgunarbikar hlaut Hekla,  Styrktarverkefni Katla, Fjölmiðlabikar Katla, Mosfell fékk eignarplatta síðasta starfsárs, áhuaverðasta fjáöflun fékk  Hraunborg. 
Fyrirmyndarklúbbar umdæmisins þetta starfsárs eru: Kaldbakur, Skjálfandi, Hekla, Skjöldur, Básar, Grímur, Ós, Mosfell, Eysturoy, Andrésarbikarinn afhenti Jóhanna María Einarsdóttir og hlaut Tómas Sveinsson bikarinn.
Önnur mál: Staðarval Umdæmisþing 2024 Klúbbar í Færeyjum sækja um og komu tvær tillögur þess efnis, Petur Olivar flutti ávarp, og Hilmar Joensen kom og kynnti sig en hann verður svæðisstjóri Færeyjasvæðis á næsta starfsári. Hrafn Sveinbjörnsson kom i pontu og sagði frá sínu starfi á þessu óvenjulega starfsári. 
Borið upp til atkvæða Færeyjar 2024 samþykkt mótatkvæðalaust. Gylfi kom næstur fyrir K-dagsnefnd og fór yfir væntanlean K-dag á næsta ári. Jóhanna María Einarsdóttir kom með breytingartillögu í sambandi við K-daginn og Petur Olivar tók til máls um þessa söfnun okkar
Gylfi kom aftur með athugasemdir og að því loknu var samþykkt að hafa K-dag næsta vor en breytingartillaga Jóhönnu var líka samþykkt þannig að nanari ákvörðun um styrkveitigar verða ákveðnar síðar. Haukur Sveinbjörnsson tók til máls og þakkaði umdæmisstjórn fyrir að fella niður íslensku félagsgjöldin næsta starfsár, og síðan þakkaði Gunnsteinn fyrir og gaf umdæmisstjóra Petur Olivar i Hovik orðir sem sleit síðan fundi .

Myndir HÉR

Myndband HÉR